Erlent

Sex innflytjendur handteknir í tengslum við skotárásir í Danmörku

Danskir lögreglumenn að störfum.
Danskir lögreglumenn að störfum. MYND/AP

Sex ungir innflytjendur eru nú í haldi dönsku lögreglunnar vegna gruns um að hafa staðið að skotárásum á dvalarstaði félaga í Hells Angels vélhjólasamtökunum.

Tíðar fregnir hafa borist af skotárásum frá Kaupmannahöfn, nú síðast í gær þar sem einn særðist þegar skotið var á húðflúrstofu á Nörrebro. Telja þarlendir fjölmiðlar að þetta tengist stríði Hells Angels og innflytjendagengja um fíkniefnamarkaðinn.

Þrír hinna handteknu reyndu að flýja lögreglu þegar hún hafði afskipti af þeim og hentu frá sér skotvopni á flóttanum en hinir þrír reyndust með skotvopn í bíl sem þeir voru á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×