Erlent

Nýr hershöfðingi tekur við Bandaríkjaher í Írak

Enn er mikið verk að vinna í Írak eftir innrás bandamanna árið 2003.
Enn er mikið verk að vinna í Írak eftir innrás bandamanna árið 2003. MYND/AP

Hershöfðingaskipti urðu hjá bandaríska hernum í Írak í dag þegar Ray Odierno tók við af David Petreus sem stjórnað hefur hernum undanfarin misseri og tekur nú við sem yfirmaður herja Bandaríkjanna í Miðausturlöndum.

Odierno hershöfðingi var næstráðandi í Írak í 15 mánuði fram í febrúar á þessu ári en hann stjórnaði einnig einum af deildunum sem réðust inn í Írak árið 2003. Hlutverkt hans verður að fylgja eftir starfi Petreus en Bandaríkjaher hefur ásamt íröskum yfirvöldum tekist að draga mjög úr árásum uppreisnarmanna í landinu. Þó er ekki hægt að segja að friður sé kominn á í Írak því síðast í gær létust yfir 30 manns í sjálfsmorðsárásum í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×