Innlent

Þrennt í gæsluvarðhald vegna Þorlákshafnarmáls

Tveir karlar og ein kona voru í gærkvöldi úrskurðuð í gæsluvarðhald fram á föstudag vegna rannsóknar á alvarlegri líkamsárás á mann í Þorlákshöfn aðfararnótt sunnudags. Að úrskurði upp kveðnum var fólkið flutt úr fangageymslum á Selfossi í fangelsið á Litla Hrauni. Lögregla hefur krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir tveimur konum til viðbótar og er niðurstöðu dómara að vænta síðdegis í dag.Engin játning liggur fyrir og er fólkinu marg saga um atburðinn.

Þjófur braust inn í íbúðarhús við Hverafold í Grafarvogi síðdegis í gær og safnaði þar tölvum, stafrænum myndavélum og fleiri verðmætum í þrjár töskur. Þegar húsráðendur komu heim, kom styggð að þjófnum og slapp hann út um bakdyr. Hann tók svo rösklega til fótanna að hann hljóp upp úr báðum skónum í húsagarðinum og óskar lögregla nú eftir upplýsingum vegfarenda um mann á sokkaleystunum með þrjár töskur í Grafarvogi undir kvöld í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×