Fleiri fréttir

Matsmenn kallaðir til í Mýrarhúsaskólamáli

Matsmenn verða kallaðir fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag vegna skaðabótamáls kennara á hendur móður stúlku sem skellti hurð á kennarann. Dómur hefur þegar fallið í málinu í héraðsdómi en matsgerð sérstakra matsmanna á að leggja fyrir Hæstarétt þegar hann tekur málið fyrir.

Staða fatlaðra verst á Suðvesturhorninu

Gerður A. Árnadóttir, formaður Þroskahjálpar, segir að staðan í málefnum fatlaðra sé verst í Reykjavík, höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi. ,,Það er pólitísk ákvörðun tekin af Alþingi sem ákvað að setja ekki aukið fjármagn í málaflokkinn á svæðinu. Á seinsta ári kölluðum við eftir auknu fjármagni í uppbyggingu en töluðum fyrir daufum eyrum," segir Gerður.

Ræða refsiaðgerðir gegn Simbabve í öryggisráði

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að Bandaríkjamenn muni taka þá hugmynd upp innan öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að beita frekari refsiaðgerðum gegn stjórnvöldum í Simbabve vegna stjórnmálaástandsins þar.

Slegist með golfkylfum, öxi og borðfótum á Akureyri

Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast við að stilla til friðar í gærkvöldi þegar sló í brýnu á milli stríðandi fylkinga úr undirheimum bæjarins. Að sögn lögreglu snérist málið um fartölvu sem hóparnir ásökuðu hvorn annan um að hafa stolið. Töluverð slagsmál brutust út og var gripið til vopna.

„Þetta horfði þunglega í alla nótt“

„Þetta horfði þunglega í alla nótt alveg fram undir morgun,“ sagði Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, sem í morgun náði samkomulagi í kjaradeilu sinni við samninganefnd Samtaka atvinnulífsins sem semur fyrir hönd Flugstoða ohf.

Norður Kórea rífur kjarnorkuverið sitt

Norður Kóreumenn eyðileggja kjarnaofn í kjarnorkuveri sínu í dag. Aðgerðinni er ætlað að sýna á táknrænan hátt vilja ráðamanna í Norður Kóreu til að láta af frekari kjarnorkuvopnaframleiðslu í landinu. Í gær afhentu stjórnvöld upplýsingar um kjarnorkuáætlun sína til Kínverskra stjórnvalda og í staðinn hefur George Bush Bandaríkjaforseti samþykkt að draga úr refsiaðgerðum gegn landinu og taka Norður Kóreu af lista yfir þau lönd sem styðja við hryðjuverk.

Samið í flugumferðarstjóradeilu

Samkomulag hefur náðst í deilu flugumferðarstjóra og samninganefndar Samtaka atvinnulífsins og gerðist það rétt í þessu. Verið er að ganga frá henni samkvæmt upplýsingum sem fengust hjá ríkissáttasemjara.

Svíar gifta sig í bílnum sínum

Þjóðkirkjan í Svíþjóð ætlar á brydda upp á nýbreytni á bíladögum sem haldnir verða í Vesteras á næstunni. Þar verður boðið upp á giftingar í gegnum bílalúgu og er reiknað með að hver athöfn taki rétt um sjö mínútur. Kirkjan gerir þetta í viðleitni sinni til að gera hjíonabandið aðgengilegra fyrir almenning, að því er segir í tilkyunningu frá þjóðkirkjunni.

Ók á börnin á Lækjartorgi

Rétt fyrir klukkan fimm í morgun varð umferðaróhapp í Lækjargötunni. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún hafnaði á veggnum sem settur hefur verið upp utan um brunarústirnar á horni Lækjargötu og Austurstrætis.

Ætlaði að drepa sig - drap ellefu í staðinn og lifði af

Maður í Kalíforníu í Bandaríkjunum hefur verið fundinn sekur um að myrða ellefu manns þegar tvær lestir skullu saman árið 2005. Juan Alvarez, 29 ára, hafði ætlað að fremja sjálfsmorð og lagði því jeppanum sínum á miðja lestarteinana í Glendale í Los Angeles. Þegar á hólminn var komið snérist honum hins vegar hugur.

Obama býðst til að grynnka á skuldum Hillary

Keppinautarnir fyrrverandi Hillary Clinton og Barack Obama héldu í gærkvöldi sameiginlegan fjáröflunarkvöldverð í Washington sem ætlað var að berja í brestina og auka á samheldnina inna demókrataflokksins en þar hafa menn borist á banaspjót undanfarna mánuði í hörðustu forskosningum síðustu áratuga.

Mars gæti hugsanlega fóstrað frumstætt líf

Fyrsta jarðvegssýnið sem bandaríska könnunarfarið Fönix tók úr yfirborði rauða risans Mars hefur leitt í ljós að nálægt norðurpól plánetunnar er efsta lag hennar ekkert ósvipað því sem búast mætti við að finna í húsagörðum hér á jörðinni. Vekur þessi uppgötvun vonir vísindamanna um að á sléttum Mars væru hugsanlega aðstæður sem fóstrað gætu frumstætt líf.

Skattpíndir Svíar

Svíar halda því fram að þeir borgi hæstu skatta innan Evrópusambandsins og blaðamaður Aftonbladet tekur saman nokkur dæmi um hvað sænskir skattborgarar taka til bragðs þegar kemur að því að öðlast undanþágur frá löngum fingrum ríkissjóðs.

Danskir stjórnendur óánægðari en aðrir

Stjórnendur í dönskum fyrirtækjum eru þeir óánægðustu á Norðurlöndunum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem náði til 2.500 stjórnenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi.

Vinnustöðvun flugumferðarstjóra hafin

Vinnustöðvun Félags íslenskra flugumferðarstjóra hófst klukkan 7 í morgun og er ráðgert að hún standi í fjórar klukkustundir. Þegar rætt var við starfsfólk Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar rétt fyrir átta fengust þau tíðindi að fjöldi farþega væri samankominn í flugstöðinni og biðu menn átekta.

Samfylkingin með meirihluta í borginni

Samfylkingin hlyti meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, átta borgarfulltrúa, gengi það eftir sem fram kemur í könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Morgunblaðið segir frá þessu í morgun en könnunin var framkvæmd fyrir Samfylkinguna dagana 2. - 22. júní.

Kosið í Zimbabve í dag - Mugabe einn í framboði

Önnur umferð í forsetakosningunum í Zimbabve fer fram í dag. Róbert Mugabe er einn í framboði. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar og keppinautur Mugave um embættið, Morgan Tsvangirai, dró sig í hlé á dögunum vegna ofbeldisöldunnar sem verið hefur í landinu undanfarið gegn andstæðingum stjórnarinnar. Hann hefur kvatt kjósendur sína til að taka þátt í kosningunum til þess að koma í veg fyrir frekari ofbeldisverk af hálfu stuðningsmanna Mugabes.

Erill í miðborginni og eldur í Álfsnesi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt, að sögn vakthafandi varðstjóra. Borgarbúar nutu mikillar veðurblíðu og var margt um manninn í miðbænum enda komið fram á þann tíma að margir eru í sumarfríi. Nokkuð var um ölvun og háreysti að sögn lögreglu, tveir voru teknir grunaðir um ölvun við akstur og einn gisti fangageymslur.

Tólf ára stelpa stungin eftir MySpace rifrildi

Tólf ára stúlka var stungin með hnífi í New Jersey eftir að MySpace deildur enduðu með skelfingu. Átjan ára gömul frænka stúlkunnar réðst á hana eftir að sú yngri eyddi athugasemd út af síðunni hennar.

Mátti ekki mynda undirskrift

Ljósmyndaranum Gunnari V. Andréssyni var meinað að mynda þegar skrifað var undir viljayfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, Alcoa og Norðurþings í Iðnaðarráðuneytinu í morgun.

Vilja skaðabætur vegna sambandsleysis í Basel

UEFA gæti þurft að borga sjónvarpsstöðvum í Evrópu himinháar skaðabætur vegna mistaka sem ollu því að útsendingin rofnaði í miðjum undanúrslitaleik Þýskalands og Tyrklands. Íslenskir áhorfendur misstu af tveimur mörkum.

Búið að flýta flugi til Barcelona

Sigurður Valur Sigurðsson, verkefnastjóri hjá Iceland Express, hvetur farþega til að fylgjast vel með flugi frá landinu vegna fyrirhugaðs verkfalls flugumferðarstjóra. Flugi til Barcelona hefur verið flýtt vegna málsins.

Vill bráðabirgðalög á aðgerðir flugumferðarstjóra

Markaðsstjóri Flugfélags Íslands vill að sett verði bráðabirgðalög á aðgerðir flugumferðarstjóra. Forseti Íslands er ekki á landinu til að undirrita slík lög en forsætisráðherra sem verið hefur í útlöndum er væntanlegur til starfa í fyrramálið. Ríkisstjórnin mun þá funda um málið

Engin sátt í tölvupóstmáli Jónínu

Stjórnvöld ætla ekki að leita sátta í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn íslenska ríkinu og því er líklegt að málið verði tekið fyrir hjá Mannréttindadómstóli Evrópu innan tíðar.

Neðanjarðarlest betri kostur

Dýr göng og lestarkerfi gætu þýtt að ríkið tæki upp vegatolla. Verkfræðingar í Háskóla Íslands vilja hins vegar sjá alvöru skoðun á lagningu neðanjarðarlesta

Útsvarstekjur borgarinnar minnka um 700-800 milljónir á árinu

Útsvarstekjur borgarinnar á árinu verða 700-800 milljónum króna minni en áætlað var. Þetta segir í minnisblaði sem borgarhagfræðingur lagði fram á borgrráðfundi í dag. Borgarráð lýsir yfir áhyggjum af breyttum efnahagshorfum.

Hvetur farþega til að fylgjast með brottförum á morgun

Þar sem enn er óljóst hvort af verkfalli flugumferðarstjóra verður í fyrramálið og hvaða flug verður hugsanlega fyrir röskun ef af því verður hvetur Icelandair þá sem eiga bókað flug hjá félaginu á morgun að fylgjast með upplýsingum á textavarpi og vefmiðlum sem birta komu- og brottfarartíma í Leifsstöð.

Stjórnsýsluúttekt á OR á lokastigi

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag að stjórnsýsluúttekt innri endurskoðunar á Orkuveitu Reykjavíkur yrði fyrst kynnt í stjórn Orkuveitunnar og fulltrúum eigenda áður en hún yrði tekin fyrir í borgarráði.

Réttur einstaklinga til að eiga byssur í Bandaríkjunum staðfestur

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að bann við því að eiga skammbyssu í Washingon DC sé brot á stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það sé réttur hvers einstaklings að bera og eiga skammbyssu samkvæmt öðrum stjórnarskrársviðauka (Second Amendment) sem tók gildi árið 1791.

Höfuðpaurinn í kókaínmálinu segir dóminn hlægilegan

„Ég var pottþéttur á sýknu og er eiginlega bara ennþá hlæjandi því þetta er of fyndið til að vera satt,“ segir Anton Kristinn Þórarinsson sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Anton var talinn höfuðpaurinn í málinu en fimm menn voru dæmdir fyrir smygl á um 700 grömmum af sterku kókaíni. Anton neitaði staðfastlega aðild sína að málinu sem hann segir hlægilegt í samtali við Vísi.

Lýst eftir vitnum að banaslysi í Kópavogi

Lögreglan lýsir eftir vitnum að banaslysi sem varð við Hafnarfjarðarveg við Kópavogslæk aðfaranótt laugardags 21. júní. Fólksbifreið valt með þeim afleiðingum að farþegi í bifreiðinni lést.

Milljónatjón í bruna í húsnæði ÍAV

Milljónatjón varð í brunanum á verkstæði verktakafyrirstækisins ÍAV við Hofsgötu í Njarðarvík í dag eftir því sem framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs fyrirtækisins segir.

Búkolla brann í Njarðvík

Stór vinnuvél, sem oft er nefnd Búkolla, eyðilagðist í bruna á bifreiðaverkstæði ÍAV við Hofsgötu í Njarðvík í dag.

Akrein lokað til að auka öryggi á Miklubraut

Á Miklubraut er unnið að lagningu nýrrar sérakreinar fyrir strætisvagna á norðurakbraut . Til að auka öryggi vegfarenda og starfsmanna á framkvæmdatíma verður akrein næst framkvæmdastað lokað.

Ragna móðir Ellu Dísar: „Hélt hún myndi deyja“

Ragna Erlendsdóttir móðir hinnar tveggja ára gömlu Ellu Dísar sem Vísir hefur fylgst með undanfarið er nú stödd í London með stelpuna. Ragna upplifið versta dag lífsins þegar Ella hætti skyndilega að anda og sjúkrabíllinn virtist aldrei ætla að koma. Ella er á görgæsludeild í London og byrjar seinna í dag í lyfjameðferð við sjálfsofnæmi, sem er þó ekki staðfest að hún sé með.

Ábendingar til Samkeppniseftirlitsins fimmfaldast milli ára

Fjöldi þeirra ábendinga sem Samkeppniseftirlitinu bárust frá almenningi og fyrirtækjum fimmfaldaðist á milli áranna 2006 og 2007. Þetta kemur fram í ársskýrslu eftirlitsins sem kynnt var í dag. Alls bárust 150 ábendingar í fyrra, flestar um nýja gátt á heimasíðu stofnunarinnar, en ábendingarnar voru 30 árið 2006.

Borgaði fimmtánfalt gjald í Framkvæmdasjóð aldraðra

Gjald sem maður borgar í framkvæmdasjóð aldraða er fast gjald, 7103 krónur á ári og innheimtist með öðrum sköttum. Frank Cassata, tölvunarfræðingur hjá CCP, lenti samt sem áður í því að frá þrjá reikninga síðasta haust sem hver fyrir sig var á bilinu 30-40 þúsund krónur. Voru engar aðrar skýringar á þessum reikningum nema rukkun fyrir Framkvæmdasjóð aldraðra.

Leggur til veigamiklar breytingar á stofnanakerfi samgöngumála

Ríkisendurskoðun leggur til að stjórnvöld kanni möguleika á því að gegra viðamiklar breytingar á stofnanaskipan samgöngumála hér á landi. Auk þess er lagt til að þróaðar verði aðferðir sem stuðla að hagkvæmari og árangursríkari samgönguframkvæmdum en hingað til hefur tíðkast að ráðast í.

Ölvuðum manni veitt eftirför

Lögreglan á Hvolsvelli veitti í gær ökumanni eftirför eftir að hann virti ekki stöðvunarmerkjum lögreglumanna.

Sjá næstu 50 fréttir