Innlent

Tveir menn á sextugsaldri teknir ölvaðir og próflausir

MYND/Guðmundur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gær tvo menn á sextugsaldri fyrir ölvunarakstur. Annar var stöðvaður í vesturbænum síðdegis en hinn í miðborginni í gærkvöld. Mennirnir höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.

Lögreglan stöðvaði einnig för tvítugs pilts á Miklubraut síðdegis en sá var einnig undir stýri þrátt fyrir að vera próflaus. Piltur á líkum aldri var svo tekinn við akstur á Kringlumýrarbraut í nótt en viðkomandi var undir áhrifum fíkniefna. Sá síðasttaldi hefur aldrei öðlast ökuréttindi og var nú tekinn fyrir þær sakir öðru sinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×