Innlent

Slegist með golfkylfum, öxi og borðfótum á Akureyri

Tveir gistu fangageymslur eftir átökin.
Tveir gistu fangageymslur eftir átökin.

Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast við að stilla til friðar í gærkvöldi þegar sló í brýnu á milli stríðandi fylkinga úr undirheimum bæjarins. Að sögn lögreglu snérist málið um fartölvu sem hóparnir ásökuðu hvorn annan um að hafa stolið. Töluverð slagsmál brutust út og var gripið til vopna.

„Við lögðum hald á tvo borðfætur, eina öxi og tvær golfkylfur," sagði lögreglumaður sem Vísir talaði við. Engin alvarleg meiðsl urðu á fólki í átökunum en tveir gistu fangageymslurnar á lögreglustöðinni í nótt þegar þeir létu ekki segjast eftir að lögregla kom á staðinn til að skakka leikinn. Lögreglumenn frá Húsavík voru staddir í nágrenninu og mættu þeir einnig kollegum sínum í bænum til aðstoðar.

Fólkið sem um ræðir er allt á þrítugsaldri og góðkunningjar lögreglunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×