Innlent

Hvetur farþega til að fylgjast með brottförum á morgun

MYND/Anton

Þar sem enn er óljóst hvort af verkfalli flugumferðarstjóra verður í fyrramálið og hvaða flug verður hugsanlega fyrir röskun ef af því verður hvetur Icelandair þá sem eiga bókað flug hjá félaginu á morgun að fylgjast með upplýsingum á textavarpi og vefmiðlum sem birta komu- og brottfarartíma í Leifsstöð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Icelandair vonar að ekki komi til verkfallsins en segist munu eftir fremsta megni skipuleggja brottfarir á boðuðum verkfallstíma með það í huga að óþægindi viðskiptavina verði í lágmarki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×