Fleiri fréttir

Sjö ungmenni stálu olíu í Eyjum

Lögreglan í Vestmannaeyjum upplýsti í gær þrjú þjófnaðarmál sem tilkynnt hafa verið til lögreglu á undanförnum þremur mánuðum.

Reynt að kortleggja DNA-kóða súkkulaðis

Mars-súkkulaðifyrirtækið hefur hafist handa á rannsókn til þess að bæta súkkulaðiframleiðslu sem gengur út á að kortleggja erfðarmengi kakó-plöntunnar. Með því að skilja DNA-kóða plöntunnar gæti uppskera kakós verið ríkulegri þar sem hægt væri að finna leið til að mynda mótstöðu gegn pestum og vatnsskorti sem herja á plöntuna.

Vill sjá ákvörðun um Bakka sem fyrst

Iðnaðarráðherra vonast til þess að yfirlýsing um rannsóknir á hagkvæmni þess að reisa álver á Bakka við Húsavík flýti fyrir framkvæmdum.

Sleginn með stól vegna deilna um gítar

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á annan mann og slá hann meðal annars með stól. Þá var hann dæmdur til að greiða fórnarlambinu um hundrað þúsund krónur í bætur.

Heróínsmyglari dæmdur í héraðsdómi

Karlmaður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi fyrir þjófnað og fíkniefnalagabrot á síðasta ári. Maðurinn var meðal annars tekinn með heróín í Leifsstöð og í tólf önnur skipti greip lögreglan manninn með fíkniefni. Einnig stal hann trommusetti, stól, þremur lömpum, spegli og þremur tveggja lítra kókflöskum.

Vaktarabærinn endurgerður í upprunalegri mynd

Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun afsal á fasteigninni Garðastræti 23 til Minjaverndar hf. og er gert ráð fyrir að kaupverð hússins verði innt af hendi með endurgerð þess í upprunalegri mynd í miðborg Reykjavíkur.

Dæmdir fyrir að smygla 700 grömmum af kókaíni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt fimm karlmenn í fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 700 grömmum af sterku kókaíni. Samtals voru mennirnir dæmdir í rúmlega sex ára fangelsi, þyngstu dómarnir voru tveggja ára fangelsi en vægasti dómurinn var hálft ár. Sex voru ákærðir í málinu en sá sjötti var sýknaður.

Dollarayfirlýsing forsætisráðherra kostuleg

Geir Haarde forsætisráðherra útilokar ekki að taka upp bandaríkjadal á Íslandi. Hann sagði þetta í viðtali við erlenda fréttaveitu í gær. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, segir þetta kostulega yfirlýsingu frá forsætisráðherra.

Tveggja mánaða skilorð fyrir að stela harðfiski

Tuttugu og eins árs gamall karlmaður var í héraðsdómi Norðurlands eystra dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í harðfiskvinnslufyrirtækið Darra ehf. á Grenivík. Maðurinn játaði brotið skýlaust eins og segir í dómi.

Refsiaðgerðum gegn N-Kóreu aflétt

Bandarísk stjórnvöld ætla að taka Norður-Kóreu af lista sínum yfir ríki sem styðja hryðjuverkasamtök. Norður-Kóreumenn hafa afhent viðsemjendum ítarlega skýrslu um kjarnorkuáætlun sína.

Þórunn furðar sig á ályktun BÍ

Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra furðar sig á því að Blaðamannafélag Íslands skuli saka hana um ritskoðun frétta og að félagið skuli álykta sérstaklega um myndatökur af hræi hvítabjarnar sem felldur var við bæinn Hraun á Skaga í síðustu viku. Blaðamannafélagið gagnrýndi yfirvöld í gær fyrir að takmarka aðgang fréttamanna að ísbjarnarhræinu og sagði það ekki í verkahring yfirvalda að ákveða hvað væri myndað og hvað sagt.

Miltisbrandshræ í gámi í átta mánuði

Ekki er mögulegt að brenna miltisbrandssmitaðar dýraleifar og jarðveg hér á landi enn sem komið er. Þetta segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir í samtali við Vísi. Leifar af dýrum sem fundust 2. nóvember í fyrra á svipuðum slóðum og beinin í Garðabæ í gær eru enn í geymslu.

Vill skilgreina afleiðingar alnæmis sem hamfarir

Alþjóða Rauði krossinn telur að skilgreina beri afleiðingar alnæmis víða í Afríku og Asíu sem hamfarir og því beri að bregðast við alnæmisfaraldrinum eins og náttúruhamförum.

Óttast að verðbólga aukist frekar vegna veikningar krónunnar

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir nýjar verðbólgutölur ekki koma á óvart en segir stöðu efnahagsmála grafalvarlega. Hann hefur jafnframt áhyggjur af því að verðbólgan eigi enn eftir aukast styrkist gengi krónunnar ekki á ný.

Olíufélögin lækka bensínið

Gunnar Karl Guðmundsson forstjóri Skeljungs segir fyrirtækið ekki ætla að elta uppi þá sem komu af stað tölvupósti þar sem fólk er hvatt til þess að sniðganga fyrirtækið. Hann segir bensínverð hér á landi hækka þegar það hækki erlendis og lækka þegar það lækki erlendis. Öll olíufélögin hafa lækkað verð hjá sér í morgun.

Viljayfirlýsing vegna álvers á Bakka framlengd

Fulltrúar Alcoa, ríkisstjórnarinnar og Norðurþings framlengdu í dag viljayfirlýsingu um rannsóknir á hagkvæmni þess að reisa álver á Bakka við Húsavík, til 1. október árið 2009. Um er að ræða framlengingu og uppfærslu á viljayfirlýsingu þessara aðila sem undirrituð var í maí árið 2006 eins og segir í tilkynningu frá aðilunum þremur.

Jarðvegur og bein úr Garðabæ verður brennt

Lögregla hefur vaktað byggingarsvæði við Lækjarfit í Garðabæ þar sem dýrabein fundust við uppgröft í gær en grunur leikur á að þau séu sýkt af miltisbrandi.

Engin skólpmengun mælst í Nauthólsvík

Umhverfiseftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar segir að mengun í Skerjafirði og Nauthólsvík hafi verið undir umhverfismörkum undanfarin fjögur ár.

Tafir á umferð á Vogavegi vegna framkvæmda

Vegfarendur um Vogaveg mega búast við truflunum á umferð í dag og næstu daga vegna vinnu við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Vogavegar. Unnið er við tengingu nýrra gatnamóta við Vogaveg eins og segir í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Verðbólgan 12,7 prósent í júní

Verðbólga í júní mælist 12,7 prósent og hefur hækkað um 0,4 prósentustig á milli mánaða. Þetta kom í ljós í dag þegar Hagstofan birti nýjar tölur yfir vísitölu neysluverðs en hún hækkaði um 0,9 prósent milli maí og júní. Fara þarf um 18 ár aftur í tímann til þess að finna viðlíka verðbólgutölur.

Dýrabein rannsökuð áfram

Rannsókn á dýrabeinum sem fundust í húsgrunni við Lyngholt í Garðabæ í gærkvöldi verður haldið áfram í dag. Grunur leikur á að þau séu smituð af miltisbrandi.

Ölfusárbrú opin á ný eftir malbikunarframkvæmdir

Ölfusárbrúnin var opnuð aftur fyrir 20 mínútum síðar og er nú opin fyrir umferð í báðar áttir. Brúnni var lokað á miðnætti í gærkvöldi vegna malbikunarframkvæmda sem þar stóðu yfir í nótt. Til stóð að brúin yrði opnuð aftur klukkan fimm í morgun en verklokin töfðust aðeins. Umferð um brúnna er nú í eðlilegu horfi að sögn lögreglunnar á Selfossi.

Miltisbrandsaðgerðum frestað til morguns

Lögreglan og slökkviliðið hefur frestað aðgerðum á lóðinni þar sem dýrabein fundust í Garðabænum til morguns. Grunur lék á um að miltisbrandur kynni að leynast í beinunum. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir litla hættu á ferðum.

Fann gullin kaleik á hafsbotni

Fjársjóðir finnast enn! Kafarinn og fjársjóðsleitarmaðurinn Michael DeMar fann kaleik úr gulli grafinn á hafsbotni nærri Flórída. Kaleikurinn er ómetanlegur og er talinn vera úr skipinu spænsku galeiðunni Santa Margarita sem sökk í stormi árið 1622.

Bilun í gervihnetti Basel að kenna

"Nei, þetta var ekkert stress. Maður er ýmsu vanur," sagði Pétur Guðmundsson útsendingarstjóri hjá Rúv nokkrum mínútum eftir að leik Þýskalands og Tyrklands lauk með sigri Þjóðverja. Á hápunkti leiksins datt gervihnötturinn út og milljónir áhorfenda horfðu á auðan skjá.

Miltisbrandur í Garðabæ - íbúar með lokaða glugga

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan rannsakar nú dýrabein sem fundust í húsgrunni í Garðabæ. Grunur leikur á miltisbrandssmiti. Íbúi undrast samskiptaleysi af hálfu lögreglunnar. Hann hefur gluggana lokaða til vonar og vara.

Fresta ákvörðun um Droplaugarstaði

Velferðarráð Reykjavíkurborgar ákvað á fundi sínum í dag að fresta ákvörðun um hvort bjóða eigi út rekstur á hjúkrunarhemilinu Droplaugarstöðum. Minnihlutinn í ráðinu sakar meirihlutann um að halda stofnuninni í fjársvelti.

Gruna Olís ekki um bensínstríð

Gunnar Karl Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, segir tölvupóst þar sem fólk er hvatt til að sniðganga N1 og Shell fullan af rangfærslum. Hann grunar Olís ekki að standa á bak við hugsanlegt bensínstríð.

Áfangasigur - segir lögfræðingur systursona Fischer

"Það má segja að þetta sé áfangasigur," segir Guðjón Ólafur Jónsson, lögmaður systursona Bobby Fischer. Hæstiréttur ómerkti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði hafnað kröfum systursonanna um að dánarbúið yrði tekið til opinberra skipta.

Ómerkir úrskurð héraðsdóms um dánarbú Fischers

Hæstiréttur hefur ómerkt úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafnaði kröfum systursona Bobbys Fischer, fyrrverandi skákmeistara, um að dánarbú hans yrði tekið til opinberra skipta. Er málinu vísað aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar.

Sjá næstu 50 fréttir