Innlent

Vill bráðabirgðalög á aðgerðir flugumferðarstjóra

Hugsanlega verða sett bráðabirgðalög á aðgerðir flugumferðarstjóra.
Hugsanlega verða sett bráðabirgðalög á aðgerðir flugumferðarstjóra.

Markaðsstjóri Flugfélags Íslands vill að sett verði bráðabirgðalög á aðgerðir flugumferðarstjóra. Forseti Íslands er ekki á landinu til að undirrita slík lög en forsætisráðherra sem verið hefur í útlöndum er væntanlegur til starfa í fyrramálið. Ríkisstjórnin mun þá funda um málið

Forsetinn er ekki væntanlegur heim fyrr en á laugardag, þannig að ef samgönguráðherra leggur fram frumvarp til bráðabirgðalaga í ríkisstjórn á morgun, yrðu forsætisráðherra, forseti Hæstaréttar og forseti Alþingis að staðfesta lögin. Hins vegar gæti ríkisstjórnin einnig viljað leyfa deiluaðilum að hafa helgina til úrlausnar sinna mála, því að loknum aðgerðum á morgun, verður ekki gripið aftur til aðgerða fyrr en á mánudag.

Markaðsstjóri Flugfélags Íslands segir deiluna geta reynst félaginu erfitt, sérstaklega hvað varðar ímynd Íslendinga út á við. En vaxandi áhersla hefur verið á sölu ferða til útlendinga yfir sumartímann.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×