Innlent

Lýsa eftir vitnum að dauðaslysi

Lögreglan óskar eftir vitnum að dauðaslysi.
Lögreglan óskar eftir vitnum að dauðaslysi.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að dauðaslysinu á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að aðfaranótt laugardagsins 21. júní 2008 átti sér stað alvarlegt umferðarslys á Hafnarfjarðarvegi við Kópavogslæk þar sem fólksbifreið valt með þeim afleiðingum að farþegi í bifreiðinni lést. Vegna rannsóknar málsins er nauðsynlegt að þeir sem urðu vitni að aðdraganda slyssins hafi samband við lögreglu. Eru þeir vegfarendur, sem kunna að hafa orðið vitni að framangreindu, beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1100.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×