Útsvarstekjur borgarinnar minnka um 700-800 milljónir á árinu 26. júní 2008 17:45 Útsvarstekjur borgarinnar á árinu verða 700-800 milljónum króna minni en áætlað var. Þetta segir í minnisblaði sem borgarhagfræðingur lagði fram á borgrráðfundi í dag. Borgarráð lýsir yfir áhyggjum af breyttum efnahagshorfum. Eins og þjóðin fer vart varhluta af er búist við því að það kreppi að á næstu misserum og árum og að því tilefni var lagt fram minnisblað frá borgarhagfræðingi á borgarráðsfundi. Það snýr að forsendum fjárhagsáætlunar 2009 og þriggja ára áætlunar borgarinnar árin 2010-2012. Fram kemur í minniblaðinu að útsvarstekjur hafi verið ívið minni á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en áætlanir gerðu ráð fyrir. Munar þar þremur til fjórum prósentum. Þá er reiknað með að útsvarstekjur í ár verði í heild minnii en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þær hljóðuðu upp á 39 milljarða og 570 milljónir króna en í minnisblaðinu segir að vafasamt sé að sú áætlun standist og gert er ráð fyrir að útsvarstekjur verði 700-800 milljónum minni en áætlað var. Þá kemur fram að gera megi ráð fyrir á næsta ári að útsvarstekjur verði um 40,4 milljarðar sem sé um fjögurra prósenta aukning milli ára. Þriggja ára áætlun sé sett fram á föstu verðlagi og ráðist þá fyrst og fremst af íbúaþróun og fjölda starfandi fólks. Í heild er gert ráð fyrir að útsvarstekjur aukist um þrjá milljarða frá 2009 til 2012. Í bókun borgarráðs um málið segir að það lýsi áhyggjum sínum yfir breyttum efnahagshorfum sem þegar hafi haft mikil áhrif á verðbólgu og atvinnuástand og muni auka útgjöld borgarinnar og lækka tekjur. Mikilvægt sé nú að fara vel yfir allar áætlanir borgarinnar í þessu ljósi til að geta mætt þessum breyttu aðstæðum. „Fjármálaskrifstofa hefur undanfarið rýnt áhrif þessara breyttu aðstæðna, m.a. á fundum með sviðsstjórum, í því skyni að undirbúa tillögu um viðbrögð á þessu ári," segir í bókuninni. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira
Útsvarstekjur borgarinnar á árinu verða 700-800 milljónum króna minni en áætlað var. Þetta segir í minnisblaði sem borgarhagfræðingur lagði fram á borgrráðfundi í dag. Borgarráð lýsir yfir áhyggjum af breyttum efnahagshorfum. Eins og þjóðin fer vart varhluta af er búist við því að það kreppi að á næstu misserum og árum og að því tilefni var lagt fram minnisblað frá borgarhagfræðingi á borgarráðsfundi. Það snýr að forsendum fjárhagsáætlunar 2009 og þriggja ára áætlunar borgarinnar árin 2010-2012. Fram kemur í minniblaðinu að útsvarstekjur hafi verið ívið minni á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en áætlanir gerðu ráð fyrir. Munar þar þremur til fjórum prósentum. Þá er reiknað með að útsvarstekjur í ár verði í heild minnii en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þær hljóðuðu upp á 39 milljarða og 570 milljónir króna en í minnisblaðinu segir að vafasamt sé að sú áætlun standist og gert er ráð fyrir að útsvarstekjur verði 700-800 milljónum minni en áætlað var. Þá kemur fram að gera megi ráð fyrir á næsta ári að útsvarstekjur verði um 40,4 milljarðar sem sé um fjögurra prósenta aukning milli ára. Þriggja ára áætlun sé sett fram á föstu verðlagi og ráðist þá fyrst og fremst af íbúaþróun og fjölda starfandi fólks. Í heild er gert ráð fyrir að útsvarstekjur aukist um þrjá milljarða frá 2009 til 2012. Í bókun borgarráðs um málið segir að það lýsi áhyggjum sínum yfir breyttum efnahagshorfum sem þegar hafi haft mikil áhrif á verðbólgu og atvinnuástand og muni auka útgjöld borgarinnar og lækka tekjur. Mikilvægt sé nú að fara vel yfir allar áætlanir borgarinnar í þessu ljósi til að geta mætt þessum breyttu aðstæðum. „Fjármálaskrifstofa hefur undanfarið rýnt áhrif þessara breyttu aðstæðna, m.a. á fundum með sviðsstjórum, í því skyni að undirbúa tillögu um viðbrögð á þessu ári," segir í bókuninni.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Eldur kviknaði í Strætó Innlent Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Sjá meira