Innlent

Landsbjörg með björgunarsveitir á hálendinu í sumar

Slysavarnafélagið Landsbjörg hyggst í sumar verða með slysavarnaverkefni á hálendinu, þriðja sumarið í röð.

Eftir því sem segir í tilkynningu frá Landsbjörgu verða fjórar björgunarsveitir sendar upp á hálendið í dag og verða sveitir þar næstu sex vikunar eða til 10. ágúst ferðamönnum til aðstoðar. Björgunarsveitirnar verða með aðsetur í Öskju, Nýjadal, Landmannalaugum og á Hveravöllum og keyra úr frá þeim stöðum.

Bent er á í tilkynningunni að á hverju ári verði mörg slys á hálendi Íslands sem meðal annars má rekja til vanþekkingar og vanbúnaðar þeirra sem um hálendið fara. Markmið verkefnisins verður að fækka slysum, veita ferðamönnum aðstoð og upplýsingar og að vera með viðbragðseiningar á hálendinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×