Innlent

Búkolla brann í Njarðvík

Stór vinnuvél, sem oft er nefnd Búkolla, eyðilagðist í bruna á bifreiðaverkstæði ÍAV við Hofsgötu í Njarðvík í dag.

Tilkynnt var um eldinn um hádegisbil og börðust slökkviliðsmenn við hann í rúmar þrjár klukkkustundir. Slökkvistarfi er nú að ljúka að sögn Jóns Guðlaugsson, varaslökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja.

Alls tók á þriðja tug slökkviliðsmanna þátt í að slökkva eldinn og að sögn Jóns gekk vel að slökkva hann inni á verkstæðinu en þar sem eldurinn læsti sig í þakið, sem var stálklætt að utan og innan, gekk erfiðlega að komast að honum þar. Það tókst þó að lokum með því að rífa þakið af húsinu og um leið var komið í veg fyrir að eldurinn bærist í næsta brunahólf.

Eldsupptök eru ókunn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×