Erlent

Ætlaði að drepa sig - drap ellefu í staðinn og lifði af

Maðurinn hlýddi á úrskurð kviðdóms í gær.
Maðurinn hlýddi á úrskurð kviðdóms í gær.

Maður í Kalíforníu í Bandaríkjunum hefur verið fundinn sekur um að myrða ellefu manns þegar tvær lestir skullu saman árið 2005. Juan Alvarez, 29 ára, hafði ætlað að fremja sjálfsmorð og lagði því jeppanum sínum á miðja lestarteinana í Glendale í Los Angeles. Þegar á hólminn var komið snérist honum hins vegar hugur.

En þegar hann ætlaði að færa jeppann af teinunum gat hann það ekki með nokkru móti. Stuttu síðar skall farþegalest á honum með þeim afleiðingum að hún fór útaf sporinu. Ekki nóg með þar heldur rakst lestin á aðra farþegalest sem var að koma úr gagnstæðri átt. Ellefu létust og 180 slösuðust á slysinu en maðurinn gæti horft fram á dauðarefsingu, þannig að honum verður mögulega að ósk sinni eftir allt saman.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×