Innlent

Engin sátt í tölvupóstmáli Jónínu

Stjórnvöld ætla ekki að leita sátta í máli Jónínu Benediktsdóttur gegn íslenska ríkinu og því er líklegt að málið verði tekið fyrir hjá Mannréttindadómstóli Evrópu innan tíðar.

Mannréttindadómstóllinn gaf ríkinu frest til dagsins í dag til að svara spurningunum eða ljúka málinu með sátt. Dómsmálaráðuneytið hefur fyrir hönd íslenska ríkisins sent Mannréttindadómstólnum svar við spurningum dómstólsins.

Jónína telur að ríkið hafi brotið á sér þegar dómstólar höfnuðu kröfu hennar um að lögbann yrði sett á opinbera britingu tölvupósta hennar sem tengdust Baugsmálinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×