Erlent

Obama býðst til að grynnka á skuldum Hillary

Obama vill leggja sitt af mörkunum.
Obama vill leggja sitt af mörkunum.

Keppinautarnir fyrrverandi Hillary Clinton og Barack Obama héldu í gærkvöldi sameiginlegan fjáröflunarkvöldverð í Washington sem ætlað var að berja í brestina og auka á samheldnina inna demókrataflokksins en þar hafa menn borist á banaspjót undanfarna mánuði í hörðustu forskosningum síðustu áratuga.

Obama lýsti því yfir á fundinum að hann ætli að leggja 2300 dollara í kosningasjóð Clintons, til þess að hjálpa henni að eiga fyrir skuldum sem hún hefur safnað í kosningabaráttunni. Hann sagðist einnig ætla að leggja að sínum helstu stuiðningsmönnum að þeir gerðu slíkt hið sama. Búist er við því að Clinton lýsi í fyrsta skipti opinberlega yfir stuðningi við Obama í dag þegar skötuhjúin koma saman fram á kosningafundi í bænum Unity í New Hampshire.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×