Innlent

Félögum í BÍ fækkaði milli áranna 2006 og 2007

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Valli

Félögum í Blaðamannfélagi Íslands fækkaði um tæplega 40 á milli áranna 2006 og 2007 samkvæmt tölum Hagstofunnar um fjölda félagsmanna í félögum fjölmiðlafólks og auglýsingahönnuða.

Alls voru 599 manns í Blaðamannafélaginu árið 2007 en þeir voru 638 árið áður. Karlar voru um tveir þriðju blaðamanna en konur þriðjungur. Hins vegar fjölgaði félögum í Blaðaljósmyndarafélagi Íslands úr 61 í 73 milli áranna 2006 og 2007.

Félögum í Félagi fréttamanna á Ríkisútvarpinu fjölgað eilítið á milli áranna en hins vegar fækkaði nokkuð í Félagi grafískra teiknara og Félagi íslenskra teiknara. Í fyrrnefnda hópnum fækkaði félögum úr 55 í 50 á milli áranna 2006 og 2007 en félögum í Félagi íslenskra teiknara fækkaði um nærri hundrað á sama tíma, úr 287 í 189.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×