Innlent

Dómsmálaráðherra misskilur tollalögin

Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir dómsmálaráðherra misskilja tollalögin þegar hann notar þau sem rök fyrir því að stía í sundur lög- og tollgæslu á Suðurnesjum. Skýrt sé kveðið á um það í lögunum að lögreglustjórar fari með tollstjórn.

Dómsmálaráðherra hefur sagt að rökin fyrir því að slíta í sundur lögreglu og tollgæslu á Suðurnesjum vera stjórnsýlsulegs eðlis. Þá hefur dómsmálaráðherra sagt að þar sem lögreglustjórinn er ekki sýslumaður eins og tíðkast annars staðar á landinu hafi hann ekki umboð framkvæmdavalds.

Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður segir þetta ekki rétt. „Þetta er grundvallarmisskilningur vegna þess að það er sérstaklega talað um það í lögum að lögreglustjórar hafi sýslumenn sér til samráðs og þeir skuli veita þeim upplýsingar og aðstoð," segir Sveinn Andri.

Sveinn Andri segir að fyrirhugaðar breytingar komi ekki til með að bæta lög eða tollgæslu á Keflavíkurflugvelli. „Þvert á móti verður þetta til þess að veikja alla löggæslu á svæðinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×