Innlent

Frönsk flugsveit kemur til loftrýmiseftirlits við Ísland eftir helgi

MYND/Pjetur

Fjórar Mirage 2000 orrustuflugvélar koma hingað til lands á mánudag til þess að sinna loftrýmiseftirliti í samræmi við samkomulag Atlantshafsbandalagsins og íslenskra stjórnvalda.

Um er að ræða franska flugsveit ásamt fylgdarlið, samstals um 120 manns. Blaðamönnum hefur verið boðið til kynningarfundar með yfirmanni flugsveitarinnar og yfirmanni varnarmálaskrifstofu á mánudaginn vegna málsins.

Íslendingar hafa auk þessa samið við Dani og Norðmenn um samstarf í varnarmálum og þá hafa fleiri þjóðir lýst yfir áhuga á samstarfi, þar á meðal Bretar, Kanadamenn og Þjóðverjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×