Formaður SHA sækir um embætti forstjóra Varnarmálastofnunar 2. maí 2008 09:14 MYND/Vilhelm Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, hefuer ákveðið að senda inn umsókn um embætti forstjóra Varnarmálastofnunar en umsóknarfrestur rennur út í dag. Í tilkynningu til fjölmiðla segir Stefán að um allnokkurt skeið hafi hann verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að gegna formennsku í Samtökum hernaðarandstæðinga. „SHA hafa alla tíð verið virkur þátttakandi í umræðu um friðar- og afvopnunarmál og haft sterkar skoðanir á því hvernig varnar- og öryggismálum íslensku þjóðarinnar verður best fyrir komið. Í því sambandi hafa SHA ætíð verið reiðubúin að ráða stjórnvöldum heilt. Til að mynda gáfu þau ítarlega umsögn um nýsamþykkt frumvarp til laga um stofnun Varnarmálaskrifstofu Íslands. Í umsögn sinni lögðu SHA til að frumvarpinu yrði vísað frá, enda fæli það í sér óásættanlega hernaðarhyggju og ofuráherslu á tengingu við Nató. Því miður varð Alþingi ekki við ábendingum samtakanna og er frumvarpið orðið að lögum. Í dag, föstudaginn 2. maí, rennur svo út umsóknarfrestur um starf forstjóra nýrrar Varnarmálastofnunar. Að vandlega íhuguðu máli ákvað ég að senda inn umsókn og búa mig undir að taka að mér þetta valdamikla embætti," segir Stefán. Hann segir enn fremur að hljóti hann embættið muni hann halda umsvifum hennar í algjöru lágmarki og minnka allan rekstrarkostnað eins og mögulegt er. „Þannig sé ég enga ástæðu til að halda úti kostnaðarsömum heræfingum, eins og lögin gera þó ráð fyrir. Jafnframt virðist mér liggja beint við að fella niður alla þá þætti ratsjárstöðvakerfisins sem ekki gagnast beinlínis fyrir borgaralegt flug. Markmið mitt verður að skila ríkissjóði aftur stærstum hluta þess framlags sem áætlað er til varnarmála á fjárlögum," segir Stefán enn fremur. Þá segist Stefán að ætla í starfinu að leggja til við stjórnvöld að Íslendingar hætti að haga stefnu sinni á alþjóðavettvangi út frá hagsmunum Nató. „Raunar er það sannfæring mín að öryggi landsins verði best tryggt með tafarlausri úrsögn úr hernaðar- og kjarnorkubandalaginu Nató," segir Stefán og bætir við: „Í mínum huga eru engir hagsmunaárekstrar fólgnir í því að gegna samtímis stöðu forstjóra Varnarmálastofnunar og formennsku í Samtökum hernaðarandstæðinga. Kunni utanríkisráðuneytið að vera á annarri skoðun er ég til umræðu um að láta af þeim félagsstörfum." Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira
Stefán Pálsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, hefuer ákveðið að senda inn umsókn um embætti forstjóra Varnarmálastofnunar en umsóknarfrestur rennur út í dag. Í tilkynningu til fjölmiðla segir Stefán að um allnokkurt skeið hafi hann verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að gegna formennsku í Samtökum hernaðarandstæðinga. „SHA hafa alla tíð verið virkur þátttakandi í umræðu um friðar- og afvopnunarmál og haft sterkar skoðanir á því hvernig varnar- og öryggismálum íslensku þjóðarinnar verður best fyrir komið. Í því sambandi hafa SHA ætíð verið reiðubúin að ráða stjórnvöldum heilt. Til að mynda gáfu þau ítarlega umsögn um nýsamþykkt frumvarp til laga um stofnun Varnarmálaskrifstofu Íslands. Í umsögn sinni lögðu SHA til að frumvarpinu yrði vísað frá, enda fæli það í sér óásættanlega hernaðarhyggju og ofuráherslu á tengingu við Nató. Því miður varð Alþingi ekki við ábendingum samtakanna og er frumvarpið orðið að lögum. Í dag, föstudaginn 2. maí, rennur svo út umsóknarfrestur um starf forstjóra nýrrar Varnarmálastofnunar. Að vandlega íhuguðu máli ákvað ég að senda inn umsókn og búa mig undir að taka að mér þetta valdamikla embætti," segir Stefán. Hann segir enn fremur að hljóti hann embættið muni hann halda umsvifum hennar í algjöru lágmarki og minnka allan rekstrarkostnað eins og mögulegt er. „Þannig sé ég enga ástæðu til að halda úti kostnaðarsömum heræfingum, eins og lögin gera þó ráð fyrir. Jafnframt virðist mér liggja beint við að fella niður alla þá þætti ratsjárstöðvakerfisins sem ekki gagnast beinlínis fyrir borgaralegt flug. Markmið mitt verður að skila ríkissjóði aftur stærstum hluta þess framlags sem áætlað er til varnarmála á fjárlögum," segir Stefán enn fremur. Þá segist Stefán að ætla í starfinu að leggja til við stjórnvöld að Íslendingar hætti að haga stefnu sinni á alþjóðavettvangi út frá hagsmunum Nató. „Raunar er það sannfæring mín að öryggi landsins verði best tryggt með tafarlausri úrsögn úr hernaðar- og kjarnorkubandalaginu Nató," segir Stefán og bætir við: „Í mínum huga eru engir hagsmunaárekstrar fólgnir í því að gegna samtímis stöðu forstjóra Varnarmálastofnunar og formennsku í Samtökum hernaðarandstæðinga. Kunni utanríkisráðuneytið að vera á annarri skoðun er ég til umræðu um að láta af þeim félagsstörfum."
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Sjá meira