Innlent

Sektaður fyrir að kýla mann í rútu

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann til greiðslu hundrað þúsund króna í sekt fyrir að hafa slegið annan mann í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð undir augabrún og mar á augnloki og kinn.

Atvikið átti sér stað í rútu við veitingastað á Stokkseyri í nóvember í fyrra. Maðurinn játaði brot sitt en hann hafði aldrei áður komist í kast við lögin og var tekið tillit til þess. Auk sektarinnar var honum gert að greiða fórnarlambinu rúmar 60 þúsund krónur í bætur vegna árásarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×