Erlent

Saur sleginn hæstbjóðanda gegnum síma

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Loftsteinninn ásamt eigandanum sem ekki tókst að selja hann.
Loftsteinninn ásamt eigandanum sem ekki tókst að selja hann. MYND/Reuters/Mike Segar

Loftsteinn, sem talinn er vera 4,5 milljarða ára gamall og fannst í Kína, seldist ekki á uppboði hjá Bonhams í New York á dögunum. Á sama uppboði seldist þó mun yngri, og ef til vill ekki síður merkilegur, gripur - nefnilega 130 milljóna ára gamall steingerður saur úr risaeðlu.

Hinar steinrunnu hægðir fóru á 960 bandaríkjadali, um 70.000 krónur, sem er nánast tvöfalt það verð sem áætlað hafði verið. Minna fór fyrir áhuga á loftsteininum sem Kínverji nokkur hafði notað sem sæti á meðan hann át hádegisverð sinn, áður en hann áttaði sig á því hvers kyns húsgagnið væri. Áætlaði uppboðshús Bonhams að á þriðju milljón bandaríkjadala fengjust fyrir þennan merkisgrip en uppboðsgestir virtu hann vart viðlits.

Saurinn þótti greinilega fara betur í hillu því hann keypti bjóðandi sem bauð gegnum síma - ef til vill var hann einmitt staddur á salerninu.

Reuters greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×