Innlent

Gluggaverksmiðja skapar 20 störf á Keflavíkurflugvelli

Ný álgluggaverksmiðja á Keflavíkurflugvelli skapar nærri tuttugu ný störf. Nokkrir tugir fyrirtækja eru komin með rekstur á gamla varnarsvæðinu.

Það er fyrirtækið Formaco sem starfrækir nýju gluggaverksmiðjuna og vel á annan tug manna vinna við hana og er líklegt að þeim fjölgi á næstunni.

Verksmiðjan stefnir að því að auka markaðshlutdeild sína í 40 prósent á næstu þremur árum en um 90 prósent af álgluggum eru flutt inn til landsins. Í nýju verksmiðjunni er mjög fullkominn tækjabúnaður og ræsti Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, hana í formlegu opnunarhófi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×