Innlent

Fyrsti samningafundur BSRB og ríkisins í dag

Ögmundur Jónassson er formaður BSRB.
Ögmundur Jónassson er formaður BSRB. MYND/Vilhelm

Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og aðildarfélög þess halda í dag sinn fyrsta samningafund með ríkinu hjá ríkissáttasemjara. Fundurinn hefst klukkan tvö.

Fram kemur á heimasíðu BSRB að á fundinn mæti fulltrúar þeirra aðildarfélaga BSRB sem eiga lausa samninga við ríkið. BSRB leggur áherslu á að samið verði til skamms tíma, til eins árs, og að megináhersla verði lögð á hækkun lægstu launa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×