Innlent

Bannað að vera með hunda í Heiðmörk

Umhverfis- og samgöngusvið lét hanna nýtt skilti er varðar hunda. Þar er íslenski hundurinn táknið. Skilaboðin eru að hundurinn skuli vera í taumi og að fólk skuli hirða upp hundaskítinn í poka .
Umhverfis- og samgöngusvið lét hanna nýtt skilti er varðar hunda. Þar er íslenski hundurinn táknið. Skilaboðin eru að hundurinn skuli vera í taumi og að fólk skuli hirða upp hundaskítinn í poka .

Kvartanir hafa undanfarið borist Hundaeftirliti Reykjavíkur og stjórn hestamannafélagsins Fáks vegna lausagöngu hunda á svæði Fáks. Hundaeftirlitsmenn hafa rætt við hundaeigendur og bent þeim á að lausaganga hunda er bönnuð.

Ef hundar trufla hesta verður talsverð slysahætta og hafa ófá slys orðið á liðnum árum. Hundaeigendur eru því beðnir um að sýna aðgát í nánd við hesta jafnvel þótt hundarnir séu í taum. Hundaeftirlitsmenn munu færa þá hunda sem ganga lausir á svæðinu í hundageymslu.

Hundaeftirlitið vill einnig minna á að á varptíma fugla 1. maí - 15 ágúst er óheimilt að vera með hunda í Heiðmörk.

Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×