Fleiri fréttir

Sagði réttlátt samfélag kosta blóð, svita og tár

Árni Stefán Jónsson, formaður SFR – stéttarfélags í almannaþjónustu, sagði í ræðu sinni á Ingólfstorgi í dag, að það hefði kostað blóð, svita og tár að byggja upp réttlátt samfélag fyrir alla landsmenn.

Kröfuganga í algleymingi

Kröfuganga verkalýðsfélaganna er nú að nálgast Ingólfstorg þar sem hátíðardagskrá er ráðgerð. Eins og sjá má af þessari mynd er margt um dýrðir í göngunni.

Telur líklegt að enn fleiri höfði mál gegn olíufélögunum

„Já, það finnst mér,“ sagði Steinar Þór Guðgeirsson hæstaréttarlögmaður, inntur eftir því hvort honum finnist líklegt að fleiri muni bætast í hóp fólks sem hyggst höfða mál á hendur Keri hf., rekstraraðila N1, áður Esso, vegna tjóns af völdum ólöglegs verðsamráðs.

Hundur í óskilum - fannst við Rauðavatn

Vegfarandi rakst á hundinn sem þessi mynd er af úti á miðjum Suðurlandsvegi við Rauðavatn upp úr klukkan 12. Segir hann hundinn hinn gæfasta og nokkurn ærslagang í honum.

Dagskrá 1. maí í Reykjavík

Baráttudegi verkalýðsins er fagnað með margvíslegum hætti víða um land. Á suðvesturhorninu virðast veðurguðirnir meira að segja hliðhollir verkalýðnum en svo er nú ekki á hverju ári.

Víða hált og jafnvel ófært

Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir af hálkublettum á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Á Vestfjörðum er ófært á Steingrímsfjarðarheiði

Rólegheit hjá lögreglu

Lögregla á landinu átti tiltölulega rólega nótt. Það var helst tíðinda að á Selfossi voru tveir teknir ölvaðir undir stýri og einn til var grunaður um lyfjaakstur. Þá hafði lögregla í Borgarnesi frá einum lyfjaakstri að segja.

Kærð fyrir ólöglega verslun með hluta af 1.007 líkum

Fjöldi fjölskyldna í bandarísku borgunum New York, New Jersey og Pennsylvania hefur lagt fram kærur á hendur sjö manns, nokkrum útfararþjónustufyrirtækjum og fyrirtækjum sem hafa milligöngu um verslun með líkamsvefi.

Finnst allir aðilar hafa tekið ábyrgð í hjúkrunarmálinu

„Ég er mjög ánægð með þetta og mér finnst allir aðilar hafa hagað sér eins og best verður á kosið, tekið ábyrgðina og leyst málið,“ sagði Ásta Möller alþingismaður um hjúkrunarfræðingadeiluna sem nú er leyst í bili.

Samningar náðust við hjúkrunarfræðinga

Náðst hefur samkomulag við svæfingar- og skurðhjúkrunarfræðinga um að fresta uppsögnum sínum. Björn Zoëga, settur forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, greindi frá þessu fyrir nokkrum mínútum. Segir Björn samkomulagið fela í sér að skipaður verði vinnuhópur til að fara yfir málin.

Tíðindalaust af hjúkrunarvígstöðvunum

Fundur hjúkrunarfræðinga á Landspítala – háskólasjúkrahúsi og stjórnenda spítalans stendur enn og er alls óvíst um stöðu mála þar eins og er. Björn Zoëga, settur forstjóri spítalans, varðist allra frétta af fundinum.

Tjón eftir sinubruna við Hvaleyrarvatn verulegt

Að sögn lögreglu er tjónið sem varð við sinubruna á ræktunarsvæði við Hvaleyrarvatn verulegt. Í apríl hafa lögreglumenn af svæðisstöðinni í Hafnarfirði farið í níu útköll vegna sinubruna.

Hvetja til varðveislu Hallargarðsins

Á framhaldsstofnfundi Hollvina Hallargarðsins sem haldinn var í gær var samþykkt að hvetja borgarstjórn Reykjavíkur til að vernda Hallargarðinn í sem upprunalegastri mynd og tryggja að hann verði óskertur og ætíð opinn almenningi.

Kýldi lögreglumann og stal lögreglubifreið

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa ráðist á lögreglumann sem var að sinna skyldustarfi sínu við Hringbraut í Reykjanesbæ þann 20. Október 2005. Hann kýldi lögreglumanninn í vinstri kjálka þannig að hann hlaut mar yfir kjálkann.

Grunaður perri áfram í einangrun

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað karlmann á fimmtugsaldri í gæsluvarðhald til 15. maí vegna gruns kynferðisbrot gegn börnum.

Keri ber að greiða manni bætur vegna samráðs

Hæstiréttur dæmdi í dag Ker hf. til þess að greiða manni á Húsavík fimmtán þúsund krónur í bætur vegna tjóns hans af völdum ólöglegs samráðs stóru olíufélaganna. Með þessu staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms.

Prófraun á réttarríkið

Verjandi Josef Fritzl telur að mál hans muni reyna á þanþol réttarríkisins. Margir vilji taka Fritzl af lífi fyrir glæpi sína án dóms og laga, en hann fangelsaði dóttur sína, nauðgaði henni ítrekað og gat með henni 7 börn.

Vinna saman að móttöku flóttafólks

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um samstarf við móttöku flóttafólks og fjármögnun flóttamannaverkefna á þessu og næsta ári.

Rússneska keisarafjölskyldan öll fundin

Rannsóknir vísindamanna hafa staðfest að líkamsleifar sem fundust í Rússlandi á síðasta ári voru af tveim börnum Nikulásar annars, síðasta keisara Rússlands.

Tsvangirai sigraði

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve bar sigur úr býtum í forsetakosningum sem fram fóru í landinu á dögunum. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir heimildarmönnum sínum úr innsta hring ríkisstjórnarinnar. Tsvangirai hlaut 47 prósent atkvæða en Mugabe forseti 43 prósent.

Rændi bíl í reynsluakstri

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag rúmlega tvítugan karlmann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nytjastuld. Maðurinn fór á bíl sem hann fékk lánaðan hjá bílasölu á Selfossi og ók honum til Reykjavíkur. Tveim dögum síðar var hann svo handtekinn en var þá að aka niður Laugaveginn á hinum stolna bíl.

Skjalasafn Bjarna Benediktssonar afhent Borgarskjalasafni

Einkaskjalasafn Bjarna Benediktssonar, fyrrverandi borgarstjóra og forsætisráðherra, var formlega afhent Borgarskjalasafni Reykjavíkur til varðveislu og eignar í Höfða í dag, en hann hefði orðið 100 ára í dag.

Bílstjóri bin Ladens fær að skrifa Al Kæda bréf

Bílstjóri Osama bin Ladens hefur fengið leyfi dómstóls til þess að skrifa háttsettum Al Kæda foringjum í Gvantanamo fangabúðunum á Kúbu og biðja þá um að lýsa starfinu sem hann vann fyrir þá í Afganistan.

Læknar skorar á ráðherra að leysa deiluna

Læknaráð Landspítala lýsir þungum áhyggjum yfir því ástandi sem skapast á Landspítala vegna brotthvarfs skurð-og svæfingarhjúkrunarfræðinga og geislafræðinga. Þetta kemur fram í ályktun sem Læknaráðið hefur sent frá sér.

Segist leggja sitt af mörkum til að leysa deilu

Guðlaugur Þór Þórðarssson heilbrigðisráðherra sagðist á Alþingi í dag myndu leggja sitt af mörkum til þess að leysa deilu stjórnenda Landspítalans og um hundrað skurð- og svæfingarhjúkrunarfræðinga sem sagt hafa upp og ganga út á miðnætti. Hann fundaði í dag með hjúkrunarfræðingum.

Mistök að greina ekki strax frá kostnaði við einkaþotuflug

Geir H. Haarde forsætisráðherra viðurkenndi á Alþingi í dag að það hefðu verið ákveðin mistök í upphafi að greina ekki frá kostnaði við flug með einkaþotu á leiðtogafund NATO í upphafi mánaðar. Þá sagði hann að flugferðin hefði verið kolefnisjöfnuð líkt og aðrar ferðir ráðherra.

Land Rover sextugur

30. apríl fyrir 60 árum var sögulegur í breskri bílasögu: Fyrsti Land Roverinn var kynntur til sögunnar á bílasýningunni í Amsterdam. Enn þann dag í dag má finna erfðavísa þessa fyrsta bíls í Defender-línunni frá Land Rover. Þótt ótrúlegt megi virðast þá eru enn nokkrir vélarhlutir algjörlega óbreyttir frá upphafi: Meðal annars olíutappi og festing til þess að binda niður seglþakið. Aðrir hlutir í bílnum hafa þó breyst umtalsvert, samhliða því sem tækninni hefur fleygt fram.

Telur ekki þörf á endurskoðun fjárlaga

Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra segist ekki enn hafa séð þær forsendur sem kalli á endurskoðun á grunni fjárlaga þessa árs umfram það sem hefðbundið er þegar unnið sé að fjáraukalögum að hausti.

Geislafræðingar fresta uppsögnum um mánuð

Geislafræðingar á Landspítalanum ákváðu fyrir stundu að fresta uppsögnum sínum um mánuð og nota tímann til viðræðna við stjórnendur Landspítalans. Ef engin niðurstaða fæst úr þeim viðræðum standa uppsagnirnar.

Hafa þungar áhyggjur af þróun efnahagsmála

Miðstjórn Samiðnar lýsir yfir þungum áhyggjum af þróun efnahagsmála og kallar eftir víðtæku samstarfi stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins til að koma á fót styrkri efnahagsstjórn sem tryggi stöðugleika og gott rekstrarumhverfi atvinnulífsins.

Sjá næstu 50 fréttir