Erlent

Bráðdrepandi vírus í Kína

Bráðdrepandi vírus hefur skotið upp kollinum í austurhluta Kína. Tuttugu og eitt barn hefur þegar látist af hans völdum og eru þrjú þúsund manns smitaðir. Talið er að vírusinn hafi tekið að breiðast út í byrjun mars en yfirvöld greindu ekki frá því fyrr en á sunnudaginn var.

Þá var talað um rúmlega fjö hundruð tilfelli en nú er komið í ljós að vírusinn er mun útbreiddari. Vírusinn er bráðsmitandi og engin lyf eru til við honum. Kínverskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt harðlega seinagang yfirvalda í héraðinu þar sem fyrst varð vart við sjúkdóminn krafist afsagnar æðstu emættismanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×