Fleiri fréttir Heilsuhælið rýmt - Neyðartjöldum komið fyrir við Hótel Örk Heilsuhælið á Hveragerði var rýmt í dag skömmu eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Sæmundur Ingibjartsson yfirsmiður á hælinu segir að rúmlega 130 manns hafi verið á hælinu þegar skjálftinn reið yfir en enginn hafi slasast. Flestir vistmenn eru farnir til síns heima. 29.5.2008 18:41 Sjúkrahúsið á Selfossi rýmt Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur verið rýmd vegna hættu á öðrum stórum skjálfta. Verið er að fara með fólk út í rútur en flestir halda þó ró sinni. 29.5.2008 18:33 Búið að opna Óseyrarbrú Aðeins Óseyrarbrú hefur verið lokað eftir skjálftann síðdegis en aðrir vegir eru opnir. Greinilegar skemmdir hafa orðið á brúnni en hún hefur nú verið opnuð. 29.5.2008 18:27 TM og Vís biðja fólk að taka myndir af skemmdum Tryggingamiðstöðin vill benda fólki sem orðið hefur fyrir tjóni af völdum jarðskjálfta á að taka ljósmyndir af skemmdunum og tilkynna tryggingafélagi sínu þær sem fyrst. Þegar málið hefur verið skoðað af tryggingafélagi ákvarða Viðlagasjóður og tryggingafélag næstu skref. 29.5.2008 18:23 Voru nýkomin úr hestaferð þegar skjálftinn reið yfir Fólk á vegum Eldhesta í Hveragerði var nýkomið úr hestaferð þegar skjálftinn reið yfir um fjögurleytið í dag. 29.5.2008 18:13 Rauði krossinn virkjar Hjálparsímann 1717 Rauði kross Íslands hefur virkjað neyðarvarnarkerfi sitt og opnað fjöldahjálparstöðvar í Hveragerði og Selfossi. Þá hefur Hjálparsíminn 1717 verið opnaður fyrir aðstandendur sem vilja spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna. 29.5.2008 18:03 Staðfesti sýknudóm í fíkniefnabrotamáli Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir tveimur mönnum sem ákærðir voru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot framið í ágóðaskyni. Öðrum manninum var gefið að sök að hafa flutt til landsins um 3,8 kíló af kókaíni, ætlað til söludreifingar. 29.5.2008 17:45 Rauði krossinn tekur á móti fólki við Hótel Örk Í Hveragerði getur fólk safnast saman á bílaplaninu nálægt Hótel Örk og mun viðbragðshópur Rauða krossins koma þangað innan stundar með aðstöðu.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgum. 29.5.2008 17:21 Hæstiréttur þyngir dóm yfir kynferðisbrotamanni Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir kynferðisbrotamanninum Anthony Lee Bellere. Anthony fékk fjögurra ára dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn þremur stúlkum en Hæstiréttur þyngdi dóminn í dag í fimm ár. 29.5.2008 17:16 Mikið tjón í Eden en í lagi með Bóbó Sveingbjörg Guðnadóttir verslunarstjóri í Eden í Hveragerði segir allt vera í rúst í búðinni. „Það bara hrundi allt niður sem gat hrunið,“ segir Sveinbjörg sem segir þennan skjálfta þann stærsta sem hún hefur upplifað. Búðinni var lokað í kjölfarið. 29.5.2008 17:11 Stöðugt leitað eftir læknishjálp vegna skjálftans Stöðugur straumur fólks hefur verið á heilsugæslustöðina í Hveragerði frá því að skjálftinn reið yfir. 29.5.2008 17:10 Farsímakerfið liggur niðri við Þingvallavatn og Úlfljótsvatn Farsímakerfið liggur niðri við Þingvallavatn og Úlfljótsvatn. Að sögn Almannavarna fór ljósleiðari í sundur við Ljósafossvirkjun. Fólk er beðið um að nota ekki farsíma nema í ítrustu neyð. 29.5.2008 16:59 Lögreglan keyrir um með gjallarhorn í Hveragerði Lögreglan keyrir um götur Hveragerðis og biður fólk um að vera utandyra. Hætta er á eftirskjálftum og er fólk í nágrenninu beðið um að halda sig utandyra 29.5.2008 16:58 „Það bara fór allt á hliðina“ „Það bara fór allt á hliðina," segir Lárus Bjarnasoníbúi á Selfossi sem sendi Vísi myndir af heimili sínu eftir skjálftann. 29.5.2008 16:52 Allir í lagi á Sólheimum Guðmundur Ármann Pétursson forstöðumaður á Sólheimum vildi koma því á framfæri að enginn hefði slasast á Sólheimum í Grímsnesi. 29.5.2008 16:40 Fjöldahjálparstöð sett upp á Selfossi Fréttir berast nú af því að nokkrir hafi slasast á Selfossi og víðar á Suðurlandi af völdum skjálftans í dag. Samkvæmt Almannavörnum voru þeir fluttir á heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi en læknar þar eru hræddir um að skemmdir hafi orðið á byggingunni og því er ekki óhætt að taka við sjúklingum. Bygginging mun vera töluvert mikið skemmd og stendur til að rýma hluta hússins. 29.5.2008 16:39 Vegfarandi undir Ingólfsfjalli segist aldrei hafa lent í öðru eins Kristinn Guðlaugsson var á ferð í sendiferðabíl undir Ingólfsfjalli þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hann segist aldrei hafa lent í öðru eins. 29.5.2008 16:32 Fólk beðið um að halda sig utandyra Þeir sem þarfnast aðstoðar vegna skjálftans eru beðið um að hafa samband við Neyðarlínuna,112. 29.5.2008 16:30 Grjóthrun í Herjólfsdal Lögregla í Vestmannaeyjum segir grjót hafa hrunið niður í Herjólfsdal en ekki hafi enn verið tilkynnt um neitt tjón af völdum jarðskjálftans sem fannst þó glöggt þar. Vestmannaeyingur sendi meðfylgjandi mynd af grjóthruninu. 29.5.2008 16:29 Skjálftinn grynnri en sá sem var árið 2000 „Þessi skjálfti er að vissu leyti verri en sá sem var árið 2000 því að þessi er grynnri en sá sem var þá," segir Sigurður Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2. 29.5.2008 16:28 Brúnt moldarský yfir Ingólfsfjalli -Ég hélt að húsið myndi hrynja og að við myndum öll deyja, sagði Ásdís Sigurðardóttir, sem býr í fjölbýlishúsi að Fossvegi 2 á Selfossi, í samtali við Vísi. 29.5.2008 16:17 Hélt að þetta væri mitt síðasta Bergljót Davíðsdóttir blaðamaður er búsett í Hveragerði og hún hélt að það væri hennar síðasta þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. 29.5.2008 16:15 Allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út Töluverðar skemmdir hafa orðið á húsum á Selfossi vegna skjálftan sem reið yfir á fjórða tímanum. Verið að virkja Samhæfingastöðina í Skógarhlíð. 29.5.2008 16:14 Búið að loka Ölfusárbrúnni Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er búið að loka Ölfusárbrúnni á meðan verið er að kanna skemmdir á hennni. Einnig hefur vegur við gosströnd farið í sundur sem og á veginum við Eyrarbakka. 29.5.2008 16:13 Allsherjarútkall Landsbjargar Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna jarðskjálftans. Einnig hafa sveitir á höfuðborgarsvæðinu og í Rangárvallarsýslum verið settar í viðbragðsstöðu. 29.5.2008 16:12 Öflugur jarðskjálfti - 6,1 á Richter Öflugur jarðskjálfti reið yfir klukkan 15:45 í dag. Jarðfræðingur á Veðurstofunni sagði í samtali við Vísi að líklega hefði hann verið rúmlega 6 á Richter kvarðanum, sennilega á bilinu 6,1- 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, nær Reykjavík en Suðurlandsskjálftarnir sem riðu yfir sumarið 2000. 29.5.2008 15:48 Slökkvilið kallað út í Kópavogi Tilkynnt var um reyk frá íbúðarhúsi í Skólagerði í vesturbæ Kópavogs fyrir stundu. Slökkvilið er á vettvangi en ekki er meira vitað um málavöxtu eins og er, að sögn lögreglu. 29.5.2008 15:41 Heimta að Clarkson verði rekinn frá Top Gear Umferðaröryggissamtök í Bretlandi krefjast þess að Jeremy Clarkson verði rekinn úr bílaþættinum Top Gear hjá BBC. 29.5.2008 15:36 Jarðskjálfti við Ingólfsfjall Jarðskjálfti sem mældist 3,2 á Richter varð við suðvesturenda Ingólfsfjalls, um 5 km norðvestur af Selfossi, í dag klukkan 14:41. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið á um 5 kílómetra dýpi og að skjálftar séu ekki óalgengir á þessum slóðum. 29.5.2008 15:31 Játaði að hafa slegið öryggisvörð 10 11 með flösku Tuttugu og þriggja ára gamall maður játaði við þingfestingu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa slegið öryggisvörð 10 11-verslunar í höfuðið með flösku í byrjun apríl. 29.5.2008 15:25 Óútskýranleg flóðbylgja í Færeyjum Íbúar við Hvannasund í Færeyjum hafa verið varaðir við að vera niðri í fjöru eftir óútskýranlega flóðbylgju sem gekk þar yfir í gær. 29.5.2008 15:09 Brynjar ver Guðmund í Byrginu „Já það er rétt, Guðmundur Jónsson hefur beðið mig að verja sig í Hæstarétti og það ætla ég að gera,“ segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. 29.5.2008 14:50 Áfallahjálp eftir nauðlendingu á Kastrup Fjörutíu og einum farþega með danska flugfélaginu Cimber Air var boðin áfallahjálp eftir að flugvél þeirra nauðlenti á Kastrup flugvelli í dag. 29.5.2008 14:47 Ella Dís búin að fá tíma í Kína „Við erum búnar að fá tíma í ágúst en ef eitthvað losnar fyrr ætla þeir að hafa samband,“ segir Ragna Erlendsdóttir móðir hinnar tveggja ára gömlu Ellu Dísar sem Vísir hefur fylgst með undanfarið. Ella Dís er á leiðinni til Kína í stofnfrumumeðferð þann 15.ágúst. 29.5.2008 14:36 Matseðill Condoleezzu Rice leyndarmál Þau eru ekki mörg hernaðarleyndarmálin sem íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á að varðveita en eitt hefur nú bæst á listann. 29.5.2008 14:36 Pólverjum skipað að endurgreiða ríkisstyrk Evrópusambandið hefur ákveðið að skipa pólskum skipasmíðastöðvum að endurgreiða styrki sem þær hafa fengið frá pólska ríkinu. 29.5.2008 14:20 Icelandair hleypur í skarðið fyrir JetX Farþegar á vegum Heimsferða hafa nú beðið í hálfan sólarhring eftir því að komast í sólina í Alicante á Spáni. Vélin sem átti að flytja þá í nótt bilaði í Palmas og er enn þar. JetX, flugfélagið sem flýgur fyrir Heimsferðir greip því til þess að fá vél leigða hjá Icelandair til þess að ferja fólkið og er áætluð brottför hennar klukkan fjögur í dag. 29.5.2008 14:13 Ekki stoppa til að hjálpa Ef þú ert á ferð í Suður- eða Austur-Evrópu og kemur að bíl sem virðist bilaður og ökumaðurinn veifar eftir aðstoð skaltu ekki undir nokkrum kringumstæðum stoppa. 29.5.2008 13:56 Íslendingurinn hefur það sæmilegt eftir árásina Þórir Jökull Þorsteinsson sendiráðsprestur Íslands í Kaupmannahöfn fór og hitti Ragnar Davíð Bjarnason sem varð fyrir árás í söluturninum Bobbys Kiosk í fyrrinótt. Þórir segir Ragnar sæmilegan en reiknar með að hann verði á sjúkrahúsinu fram yfir helgi. 29.5.2008 13:36 Vonast til að geta dregið uppsagnir til baka JB byggingarfélag hefur sagt upp 28 starfsmönnum fyrirtækisins og munu uppsagnirnar taka gildi á morgun. 29.5.2008 13:15 Óskar vill að Orkuveitan endurskoði ákvörðun um Bitruvirkjun Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði á fundi borgarráðs í dag tillögu um að Orkuveita Reykjavíkur endurskoði ákvörðun sína um að hætta við Bitruvirkjun. Tillögunni var frestað. 29.5.2008 13:09 Skólakrakkar fagna 100 ára afmæli Hafnarfjarðar Í tilefni af hundrað ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar sem nú stendur yfir tóku skólakrakkar í bænum höndum saman. Um 750 krakkar söfnuðust saman á túni í bænum og mynduðu merki bæjarins og töluna hundrað á túninu. 29.5.2008 12:56 Eldri borgarar hafa áhyggjur af ástandi á hjúkrunarheimilum Margir hafa hringt til Landssambands eldri borgara í dag og lýst áhyggjum sínum vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í dag. 29.5.2008 12:36 Hrefnum fækkar í Faxaflóla Hrefnum í Faxaflóa hefur fækkað verulega á síðastliðnu ári samkvæmt nýrri talningu sem hvalaskoðunarmenn stóðu fyrir. Þeir skora á stjórnvöld að stöðva strax hrefnuveiðar. 29.5.2008 12:30 Jarðarför á Austurvelli Vörubílstjórar með Sturlu Jónsson mótmælanda fremstan í flokki mættu niður á Austurvöll nú í hádeginu með ellefu líkkistur. Þar var um táknræn mótmæli að ræða. 29.5.2008 12:28 Sjá næstu 50 fréttir
Heilsuhælið rýmt - Neyðartjöldum komið fyrir við Hótel Örk Heilsuhælið á Hveragerði var rýmt í dag skömmu eftir að jarðskjálftinn reið yfir. Sæmundur Ingibjartsson yfirsmiður á hælinu segir að rúmlega 130 manns hafi verið á hælinu þegar skjálftinn reið yfir en enginn hafi slasast. Flestir vistmenn eru farnir til síns heima. 29.5.2008 18:41
Sjúkrahúsið á Selfossi rýmt Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur verið rýmd vegna hættu á öðrum stórum skjálfta. Verið er að fara með fólk út í rútur en flestir halda þó ró sinni. 29.5.2008 18:33
Búið að opna Óseyrarbrú Aðeins Óseyrarbrú hefur verið lokað eftir skjálftann síðdegis en aðrir vegir eru opnir. Greinilegar skemmdir hafa orðið á brúnni en hún hefur nú verið opnuð. 29.5.2008 18:27
TM og Vís biðja fólk að taka myndir af skemmdum Tryggingamiðstöðin vill benda fólki sem orðið hefur fyrir tjóni af völdum jarðskjálfta á að taka ljósmyndir af skemmdunum og tilkynna tryggingafélagi sínu þær sem fyrst. Þegar málið hefur verið skoðað af tryggingafélagi ákvarða Viðlagasjóður og tryggingafélag næstu skref. 29.5.2008 18:23
Voru nýkomin úr hestaferð þegar skjálftinn reið yfir Fólk á vegum Eldhesta í Hveragerði var nýkomið úr hestaferð þegar skjálftinn reið yfir um fjögurleytið í dag. 29.5.2008 18:13
Rauði krossinn virkjar Hjálparsímann 1717 Rauði kross Íslands hefur virkjað neyðarvarnarkerfi sitt og opnað fjöldahjálparstöðvar í Hveragerði og Selfossi. Þá hefur Hjálparsíminn 1717 verið opnaður fyrir aðstandendur sem vilja spyrjast fyrir um afdrif skyldmenna. 29.5.2008 18:03
Staðfesti sýknudóm í fíkniefnabrotamáli Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm héraðsdóms yfir tveimur mönnum sem ákærðir voru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot framið í ágóðaskyni. Öðrum manninum var gefið að sök að hafa flutt til landsins um 3,8 kíló af kókaíni, ætlað til söludreifingar. 29.5.2008 17:45
Rauði krossinn tekur á móti fólki við Hótel Örk Í Hveragerði getur fólk safnast saman á bílaplaninu nálægt Hótel Örk og mun viðbragðshópur Rauða krossins koma þangað innan stundar með aðstöðu.Þetta kemur fram í tilkynningu frá Björgum. 29.5.2008 17:21
Hæstiréttur þyngir dóm yfir kynferðisbrotamanni Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir kynferðisbrotamanninum Anthony Lee Bellere. Anthony fékk fjögurra ára dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn þremur stúlkum en Hæstiréttur þyngdi dóminn í dag í fimm ár. 29.5.2008 17:16
Mikið tjón í Eden en í lagi með Bóbó Sveingbjörg Guðnadóttir verslunarstjóri í Eden í Hveragerði segir allt vera í rúst í búðinni. „Það bara hrundi allt niður sem gat hrunið,“ segir Sveinbjörg sem segir þennan skjálfta þann stærsta sem hún hefur upplifað. Búðinni var lokað í kjölfarið. 29.5.2008 17:11
Stöðugt leitað eftir læknishjálp vegna skjálftans Stöðugur straumur fólks hefur verið á heilsugæslustöðina í Hveragerði frá því að skjálftinn reið yfir. 29.5.2008 17:10
Farsímakerfið liggur niðri við Þingvallavatn og Úlfljótsvatn Farsímakerfið liggur niðri við Þingvallavatn og Úlfljótsvatn. Að sögn Almannavarna fór ljósleiðari í sundur við Ljósafossvirkjun. Fólk er beðið um að nota ekki farsíma nema í ítrustu neyð. 29.5.2008 16:59
Lögreglan keyrir um með gjallarhorn í Hveragerði Lögreglan keyrir um götur Hveragerðis og biður fólk um að vera utandyra. Hætta er á eftirskjálftum og er fólk í nágrenninu beðið um að halda sig utandyra 29.5.2008 16:58
„Það bara fór allt á hliðina“ „Það bara fór allt á hliðina," segir Lárus Bjarnasoníbúi á Selfossi sem sendi Vísi myndir af heimili sínu eftir skjálftann. 29.5.2008 16:52
Allir í lagi á Sólheimum Guðmundur Ármann Pétursson forstöðumaður á Sólheimum vildi koma því á framfæri að enginn hefði slasast á Sólheimum í Grímsnesi. 29.5.2008 16:40
Fjöldahjálparstöð sett upp á Selfossi Fréttir berast nú af því að nokkrir hafi slasast á Selfossi og víðar á Suðurlandi af völdum skjálftans í dag. Samkvæmt Almannavörnum voru þeir fluttir á heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi en læknar þar eru hræddir um að skemmdir hafi orðið á byggingunni og því er ekki óhætt að taka við sjúklingum. Bygginging mun vera töluvert mikið skemmd og stendur til að rýma hluta hússins. 29.5.2008 16:39
Vegfarandi undir Ingólfsfjalli segist aldrei hafa lent í öðru eins Kristinn Guðlaugsson var á ferð í sendiferðabíl undir Ingólfsfjalli þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hann segist aldrei hafa lent í öðru eins. 29.5.2008 16:32
Fólk beðið um að halda sig utandyra Þeir sem þarfnast aðstoðar vegna skjálftans eru beðið um að hafa samband við Neyðarlínuna,112. 29.5.2008 16:30
Grjóthrun í Herjólfsdal Lögregla í Vestmannaeyjum segir grjót hafa hrunið niður í Herjólfsdal en ekki hafi enn verið tilkynnt um neitt tjón af völdum jarðskjálftans sem fannst þó glöggt þar. Vestmannaeyingur sendi meðfylgjandi mynd af grjóthruninu. 29.5.2008 16:29
Skjálftinn grynnri en sá sem var árið 2000 „Þessi skjálfti er að vissu leyti verri en sá sem var árið 2000 því að þessi er grynnri en sá sem var þá," segir Sigurður Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2. 29.5.2008 16:28
Brúnt moldarský yfir Ingólfsfjalli -Ég hélt að húsið myndi hrynja og að við myndum öll deyja, sagði Ásdís Sigurðardóttir, sem býr í fjölbýlishúsi að Fossvegi 2 á Selfossi, í samtali við Vísi. 29.5.2008 16:17
Hélt að þetta væri mitt síðasta Bergljót Davíðsdóttir blaðamaður er búsett í Hveragerði og hún hélt að það væri hennar síðasta þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. 29.5.2008 16:15
Allar björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar út Töluverðar skemmdir hafa orðið á húsum á Selfossi vegna skjálftan sem reið yfir á fjórða tímanum. Verið að virkja Samhæfingastöðina í Skógarhlíð. 29.5.2008 16:14
Búið að loka Ölfusárbrúnni Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi er búið að loka Ölfusárbrúnni á meðan verið er að kanna skemmdir á hennni. Einnig hefur vegur við gosströnd farið í sundur sem og á veginum við Eyrarbakka. 29.5.2008 16:13
Allsherjarútkall Landsbjargar Allar björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Árnessýslu hafa verið kallaðar út vegna jarðskjálftans. Einnig hafa sveitir á höfuðborgarsvæðinu og í Rangárvallarsýslum verið settar í viðbragðsstöðu. 29.5.2008 16:12
Öflugur jarðskjálfti - 6,1 á Richter Öflugur jarðskjálfti reið yfir klukkan 15:45 í dag. Jarðfræðingur á Veðurstofunni sagði í samtali við Vísi að líklega hefði hann verið rúmlega 6 á Richter kvarðanum, sennilega á bilinu 6,1- 6,3. Upptök skjálftans voru í Ölfusi, nær Reykjavík en Suðurlandsskjálftarnir sem riðu yfir sumarið 2000. 29.5.2008 15:48
Slökkvilið kallað út í Kópavogi Tilkynnt var um reyk frá íbúðarhúsi í Skólagerði í vesturbæ Kópavogs fyrir stundu. Slökkvilið er á vettvangi en ekki er meira vitað um málavöxtu eins og er, að sögn lögreglu. 29.5.2008 15:41
Heimta að Clarkson verði rekinn frá Top Gear Umferðaröryggissamtök í Bretlandi krefjast þess að Jeremy Clarkson verði rekinn úr bílaþættinum Top Gear hjá BBC. 29.5.2008 15:36
Jarðskjálfti við Ingólfsfjall Jarðskjálfti sem mældist 3,2 á Richter varð við suðvesturenda Ingólfsfjalls, um 5 km norðvestur af Selfossi, í dag klukkan 14:41. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi orðið á um 5 kílómetra dýpi og að skjálftar séu ekki óalgengir á þessum slóðum. 29.5.2008 15:31
Játaði að hafa slegið öryggisvörð 10 11 með flösku Tuttugu og þriggja ára gamall maður játaði við þingfestingu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hafa slegið öryggisvörð 10 11-verslunar í höfuðið með flösku í byrjun apríl. 29.5.2008 15:25
Óútskýranleg flóðbylgja í Færeyjum Íbúar við Hvannasund í Færeyjum hafa verið varaðir við að vera niðri í fjöru eftir óútskýranlega flóðbylgju sem gekk þar yfir í gær. 29.5.2008 15:09
Brynjar ver Guðmund í Byrginu „Já það er rétt, Guðmundur Jónsson hefur beðið mig að verja sig í Hæstarétti og það ætla ég að gera,“ segir Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður. 29.5.2008 14:50
Áfallahjálp eftir nauðlendingu á Kastrup Fjörutíu og einum farþega með danska flugfélaginu Cimber Air var boðin áfallahjálp eftir að flugvél þeirra nauðlenti á Kastrup flugvelli í dag. 29.5.2008 14:47
Ella Dís búin að fá tíma í Kína „Við erum búnar að fá tíma í ágúst en ef eitthvað losnar fyrr ætla þeir að hafa samband,“ segir Ragna Erlendsdóttir móðir hinnar tveggja ára gömlu Ellu Dísar sem Vísir hefur fylgst með undanfarið. Ella Dís er á leiðinni til Kína í stofnfrumumeðferð þann 15.ágúst. 29.5.2008 14:36
Matseðill Condoleezzu Rice leyndarmál Þau eru ekki mörg hernaðarleyndarmálin sem íslensk stjórnvöld bera ábyrgð á að varðveita en eitt hefur nú bæst á listann. 29.5.2008 14:36
Pólverjum skipað að endurgreiða ríkisstyrk Evrópusambandið hefur ákveðið að skipa pólskum skipasmíðastöðvum að endurgreiða styrki sem þær hafa fengið frá pólska ríkinu. 29.5.2008 14:20
Icelandair hleypur í skarðið fyrir JetX Farþegar á vegum Heimsferða hafa nú beðið í hálfan sólarhring eftir því að komast í sólina í Alicante á Spáni. Vélin sem átti að flytja þá í nótt bilaði í Palmas og er enn þar. JetX, flugfélagið sem flýgur fyrir Heimsferðir greip því til þess að fá vél leigða hjá Icelandair til þess að ferja fólkið og er áætluð brottför hennar klukkan fjögur í dag. 29.5.2008 14:13
Ekki stoppa til að hjálpa Ef þú ert á ferð í Suður- eða Austur-Evrópu og kemur að bíl sem virðist bilaður og ökumaðurinn veifar eftir aðstoð skaltu ekki undir nokkrum kringumstæðum stoppa. 29.5.2008 13:56
Íslendingurinn hefur það sæmilegt eftir árásina Þórir Jökull Þorsteinsson sendiráðsprestur Íslands í Kaupmannahöfn fór og hitti Ragnar Davíð Bjarnason sem varð fyrir árás í söluturninum Bobbys Kiosk í fyrrinótt. Þórir segir Ragnar sæmilegan en reiknar með að hann verði á sjúkrahúsinu fram yfir helgi. 29.5.2008 13:36
Vonast til að geta dregið uppsagnir til baka JB byggingarfélag hefur sagt upp 28 starfsmönnum fyrirtækisins og munu uppsagnirnar taka gildi á morgun. 29.5.2008 13:15
Óskar vill að Orkuveitan endurskoði ákvörðun um Bitruvirkjun Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, lagði á fundi borgarráðs í dag tillögu um að Orkuveita Reykjavíkur endurskoði ákvörðun sína um að hætta við Bitruvirkjun. Tillögunni var frestað. 29.5.2008 13:09
Skólakrakkar fagna 100 ára afmæli Hafnarfjarðar Í tilefni af hundrað ára afmæli Hafnarfjarðarbæjar sem nú stendur yfir tóku skólakrakkar í bænum höndum saman. Um 750 krakkar söfnuðust saman á túni í bænum og mynduðu merki bæjarins og töluna hundrað á túninu. 29.5.2008 12:56
Eldri borgarar hafa áhyggjur af ástandi á hjúkrunarheimilum Margir hafa hringt til Landssambands eldri borgara í dag og lýst áhyggjum sínum vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins í dag. 29.5.2008 12:36
Hrefnum fækkar í Faxaflóla Hrefnum í Faxaflóa hefur fækkað verulega á síðastliðnu ári samkvæmt nýrri talningu sem hvalaskoðunarmenn stóðu fyrir. Þeir skora á stjórnvöld að stöðva strax hrefnuveiðar. 29.5.2008 12:30
Jarðarför á Austurvelli Vörubílstjórar með Sturlu Jónsson mótmælanda fremstan í flokki mættu niður á Austurvöll nú í hádeginu með ellefu líkkistur. Þar var um táknræn mótmæli að ræða. 29.5.2008 12:28