Innlent

Íslendingurinn hefur það sæmilegt eftir árásina

Af vettvangi
Af vettvangi

Þórir Jökull Þorsteinsson sendiráðsprestur Íslands í Kaupmannahöfn fór og hitti Ragnar Davíð Bjarnason sem varð fyrir árás í söluturninum Bobbys Kiosk í fyrrinótt. Þórir segir Ragnar sæmilegan en reiknar með að hann verði á sjúkrahúsinu fram yfir helgi.

„Ég fór og leit á hann og hann er sæmilegur, þetta er mikill skurður og tekur tíma að gróa," segir Þórir sem fór yfir atburði næturinnar með Ragnari.

Ragnar var stunginn sjö sinnum í bak, brjóst og hendi eftir að hann lenti í útistöðum við tvo pilta í söluturninum.


Tengdar fréttir

Íslendingurinn sem var stunginn gekkst undir aðgerð í nótt

Maðurinn sem var stunginn ítrekað með hníf í söluturni við Colbjørnsensgade í Kaupmannahöfn í gærkvöld er enn á sjúkrahúsi, samkvæmt upplýsingum frá Þóri Jökli Þorsteinssyni, sendiráðspresti í Kaupmannahöfn.

Íslendingur stunginn í Kaupmannahöfn

Átök í söluturni við Vesturbrú í Kaupmannahöfn í nótt enduðu með því að 25 ára gamall Íslendingur sem þar var staddur var stunginn sjö sinnum með hníf.

Íslendingarnir voru út úr heiminum

Íslendingurinn sem varð fyrir árás inn í söluturninn Bobby´s Kiosk í Kaupmannahöfn gær var "út úr heiminum" þegar hann kom þangað inn.

Íslendingur lét niðrandi orð falla um árásarmenn

Tveir ungir menn, sem handteknir voru vegna hnífsstunguárásar á 25 ára íslenskan karlmann á Vesturbrú í Kaupmannahöfn í nótt, voru látnir lausir samkvæmt ákvörðun dómara í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×