Innlent

Hæstiréttur þyngir dóm yfir kynferðisbrotamanni

Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir kynferðisbrotamanninum Anthony Lee Bellere. Anthony fékk fjögurra ára dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir brot gegn þremur stúlkum en Hæstiréttur þyngdi dóminn í dag í fimm ár.

Stúlkurnar voru á aldrinum 12 til 16 ára þegar hann braut gegn þeim.

Brotin sem Anthony framdi gegn stúlkunum eru allt frá því að hafa sýnt þeim lostugt og ósiðlegt athæfi til nauðgunnar. Bellere er á fimmtugsaldri en í samkiptum við stúlkunnar á netinu og í síma þóttist hann vera 19 ára gamall.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að Anthony sé síbrotamaður sem hafi sýnt einbeittan brotavilja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×