Innlent

Allir í lagi á Sólheimum

Guðmundur Ármann  Pétursson forstöðumaður á Sólheimum vildi koma því á framfæri að enginn hefði slasast á Sólheimum í Grímsnesi.

„Við fundum all hressilega fyrir þessu og það hrundi eitthvað úr hillum. Við sluppum betur núna en síðast,“ sagði Guðmundur og átti þar við skjálftann stóra árið 2000.

Helgi Jóhannsson á landbroti nálægt Kirkjubæjarklaustri sagðist einnig í samtali við Vísi hafa fundið vel fyrir skjálftanum.

„Það sveifluðustu hérna til ljósakrónur og tilfinningin var eins og maður væri úti á rúmsjó. Ég fann bæði þann stóra og svo eftirskjálftana.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×