Innlent

Icelandair hleypur í skarðið fyrir JetX

Jón Karl Ólafsson, forstjóri JetX.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri JetX.

Farþegar á vegum Heimsferða hafa nú beðið í hálfan sólarhring eftir því að komast í sólina í Alicante á Spáni. Vélin sem átti að flytja þá í nótt bilaði í Palmas og er enn þar. JetX, flugfélagið sem flýgur fyrir Heimsferðir greip því til þess að fá vél leigða hjá Icelandair til þess að ferja fólkið og er áætluð brottför hennar klukkan fjögur í dag.

Nokkurrar óánægju hefur gætt á meðal farþeganna sem segjast ekki hafa fengið svör í nótt um ástæður seinkunarinnar. Hjá JetX fengust hinsvegar þær upplýsingar að farþegum hafi í nótt verið boðið að þiggja hótelgistingu í Keflavík eða bílferð til Reykjavíkur þegar ljóst varð að þotan kæmi ekki.

Annar hópur Íslendinga hefur tafist af sömu sökum, en það eru þeir sem áttu bókað far með vélinni frá Spáni í nótt. Þeir hafa því fengið einn aukadag í sólinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×