Innlent

Ella Dís búin að fá tíma í Kína

Breki Logason skrifar
Ella Dís
Ella Dís

„Við erum búnar að fá tíma í ágúst en ef eitthvað losnar fyrr ætla þeir að hafa samband," segir Ragna Erlendsdóttir móðir hinnar tveggja ára gömlu Ellu Dísar sem Vísir hefur fylgst með undanfarið. Ella Dís er á leiðinni til Kína í stofnfrumumeðferð þann 15.ágúst.

„Þetta var fyrsti tíminn sem var laus en ég er að vonast til þess að komast fyrr út," segir Ragna en Ella Dís glímir við erfiðan hrörnunarsjúkdóm sem fer sífellt versnandi.

Á miðvikudaginn í síðustu viku fór Ragna af stað með söfnun enda meðferð sem þessi gríðarlega kostnaðarsöm.

Á fimm dögum söfnuðust 3.900.000 krónur sem er ótrúlegt að sögn Rögnu.

„Þetta eru um 850 færslur og eiginlega allt frá einstaklingum. Ummælin og tölvupóstarnir sem ég hef verið að fá eru líka ótrúleg. Þetta er bestu viðbrögð sem ég hefði hugsanlega getað fengið."


Tengdar fréttir

Ella Dís á leiðinni til Kína í stofnfrumumeðferð

Ella Dís er tveggja ára gömul hetja sem greindist með lífshættulegan og ólæknandi hrörnuarsjúkdóm fyrir um ári síðan. Vísir fylgdist með Ellu Dís í desember á síðasta ári en þá hafði hún misst mátt í vinstri hönd og máttur hægri handar fór minnkandi. Henni hefur hrakað mikið síðan þá en nú hyggst Ragna Erlendsdóttir móðir stúlkunar halda með hana til Kína í stofnfrumumeðferð.

Fótboltaáhugamenn í Borgarnesi styðja Ellu Dís

„Við vorum nokkrir félagar að horfa á leikinn hérna á Hótel Hamri og lögðum smá pening undir á úrsltin. Það var enginn með réttar tölur þannig að ég stakk upp á því að potturinn færi til hennar," segir Jón G Ragnarsson fótboltaáhugamaður, borgnesingur og aðdáandi Tottenham númer eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×