Fleiri fréttir

Tvö alvarleg umferðarslys í Reykjavík

Alvarlegt umferðarslys varð á gatnamótum Laugavegar og Kringlumýrarbrautar. Samkvæmt upplýsum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er slysið talið alvarlegt, en frekari upplýsingar hafa ekki fengist. Búast má við umferðartöfum næsta klukkutímann.

Gangsetja vélmennisarm geimfarins á Mars

Vísindamenn bandarísku Geimferðastofnunarinnar, NASA, eru nú að gangsetja vélmenisarm geimfarins Phoenix á Mars. Verk þetta hefur tafist um einn dag sökum vandræða í fjarskiptum við geimfarið.

Vörubílstjórar jarða loforð ríkisstjórnarinnar

Vörubílstjórar ætla að hittast í betri fötunum við Austurvöll klukkan 12:00 í dag. Síðustu daga hafa birst útvarpsauglýsingar þar sem jarðarför loforða ríkisstjórnarinnar er auglýst. Það er Sturla Jónsson mótmælandi sem stendur fyrir jarðarförinni.

Annþór neitar sök í hraðsendingarmálinu

Hraðsendingarmálið svokallaða var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Ákæran er sett fram í tveimur liðum, annarsvegar er sameiginlegur kafli fyrir þá fjóra sem ákærðir eru og hins vegar eru sér kaflar fyrir hvern og einn hinna ákærðu. Annþór Kristján Karlsson neitaði í morgun sök í báðum liðum. Ari Gunnarsson, játar í báðum liðum og Jóhannes Páll bróðir hans viðurkennir að hafa miðlað upplýsingum. Hann segist hins vegar ekki hafa komið að skipulagningu smyglsins. Tómas Kristjánsson neitar sök í báðum liðum líkt og Annþór.

Umferðareftirlit Vegagerðarinnar stöðvaði björgunarsveitabíl

Umferðareftirlit Vegagerðarinnar stöðvaði í fyrradag björgunarsveitarbíl frá Akranesi og tók sýni af litaðari dísilolíu úr tanki bílsins. Lituð olía er ódýrari en önnur olía og hafa björgunarsveitir heimild til að nota hana vegna björgunarstarfa.

Obama ætlar til Írak

Barack Obama íhugar nú að fara til Írak í sumar, en það yrði fyrsta ferð hans frá því að hann gaf kost á sér í embætti forseta Bandaríkjanna.

Vilja banna klasasprengjur

Fulltrúar um 100 ríkja hafa ákveðið að gera samkomulag sem felur í sér bann við þeirri gerð klasasprengja sem nú er notuð.

Læknar með launadeilu fyrir sáttasemjara

Launadeilu Læknafélags Íslands og ríkisins hefur verið vísað til Ríkissáttasemjara. Í tilkynningu frá Læknafélaginu segir að í tilboði ríkisins felist að ætlast sé til að læknar taki á sig meiri launaskerðingu en flestar aðrar stéttir.

Kornspretta góð að undanförnu

Kornspretta hefur verið óvenju góð síðustu vikurnar, en sáning dróst í vor vegna kulda og bleytu. Á vef Landssambands kúabænda kemur fram að korn sé ræktað víðar og á stærri svæðum en nokkru sinni fyrr,

Vill helgarfangelsi fyrir unglinga

Besta leiðin til að berjast gegn afbrotahegðun unglinga á aldrinum 15-18 ára væri að setja þau í fangelsi margar helgar í röð. Þetta segir lögreglustjóri í Kaupmannahöfn.

Vilja kaupa vopnakerfi á 7 milljarða dollara

Sameinuðu arabísku furstadæmin vilja ganga til viðræðna við bandaríska vopnaframleiðandann Lockheed Martin um að kaupa eldflaugavarnakerfi sem þróað var fyrir bandaríkjaher.

Breiðavíkurfrumvarp bíður fram á haust

Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi í kvöld að vinnu við frumvarp um bætur til manns sem beittir voru ofbeldi á Breiðavíkurheimilinu sé enn ólokið.

Íslendingarnir voru út úr heiminum

Íslendingurinn sem varð fyrir árás inn í söluturninn Bobby´s Kiosk í Kaupmannahöfn gær var "út úr heiminum" þegar hann kom þangað inn.

Fjöldi hjólhýsa hefur nærri fjórfaldast á fimm árum

Fjöldi hjólhýsa hér á landi hefur nærri fjórfaldast og fjöldi húsbíla hefur rúmlega tvöfaldast á síðustu fimm ár hér á landi. Þetta kemur fram í svari Kristjáns L. Möller samgönguráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri grænna.

Alþingi fordæmir Guantanamo-búðir og vill loka þeim

Utanríkismálanefnd hefur afgreitt þingsályktunartillögu þess efnis að Alþingi fordæmi ómannúlega meðferð á föngum í búðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa og hvetji til þess að búðunum verði lokað.

Hraðamyndavélar teknar í notkun

Á morgun verða hraðamyndavélar á Garðskagavegi og Sandgerðisvegi á Suðurnesjum teknar í notkun. Uppsetning vélanna er liður í umferðaröryggisáætlun stjórnvalda og tilgangurinn að draga úr ökuhraða á þjóðvegum og fækka umferðarslysum. Umferðaröryggisáætlun er hluti samgönguáætlunar.

Segir þingmenn ekkert gera til að lækka matvörureikning heimilanna

Með því að fresta matvælafrumvarpi, eins og allt stefnir í, kemur Alþingi í veg fyrir að leyfður verði innflutningur á fersku kjöti og að innlendir framleiðendur fái aukið verðaðhald. Forstjóri Haga segir að þrátt fyrir yfirlýsingar um annað geri þingmenn ekkert til að lækka matvörureikning heimilanna.

Orka til fyrir kísilhreinsunarverksmiðju

Ákvörðun um að slá af Bitruvirkjun kemur ekki í veg fyrir að fimmhundruð manna vinnustaður rísi í Þorlákshöfn til að hreinsa kísil fyrir sólarrafhlöður.

Formenn ætla að ræða eftirlaunafrumvarp í sumar

Samkomulag hefur náðst um að vinna að breytingum á eftirlaunafrumvarpinu umdeilda í sumar. Tilkynnt var á Alþingi fyrir skömmu að formenn stjórnmálaflokkanna ætla að setjast yfir lögin í sumar og gera á þeim breytingar.

Greiðslufrest breytt einhliða

Byko, Elko, Húsgagnahöllin og Intersport hafa ákveðið einhliða að lengja greiðslufrest til birgja og þjónustuaðila frá og með næsta mánuði. Þetta var tilkynnt bréflega. Margir birgjar eru ævir og íhugar einn að krefja fyrirtækin um staðgreiðslu.

Björn sagður í Kalda-stríðsham

„Það er mikilvægt að senda skýr skilaboð inn í framtíðina að við tökum það grafalvarlega ef friðhelgi einkalífsins er brotin,” sagði Helgi Hjörvar við utandagskrárumræður á Alþingi nú undir kvöld. Tilefni umræðanna voru símhleranir á árunum 1949 – 1968.

Rice í vinnuheimsókn til Íslands á föstudag

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í vinnuheimsókn til Íslands á föstudaginn og ræðir bæði við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og Geir H. Haarde.

Frysti nýfætt barn sitt

Tvítug kona hefur verið handtekin í Horb-am-Neckar í Þýskalandi, grunuð um að hafa deytt nýfætt barn sitt með því að leggja það í frystihólfið á ísskáp sínum.

Ráðist gegn veggjakroti í Kópavogi

Allt að 20 milljónir króna verða veittar til þess að hreinsa veggjakrot og annan viðlíka óþrifnað af mannvirkjum í eigu Kópavogsbæjar á þessu ári. Þetta ákvað bæjarráð Kópavogs.

Ekki það sem Obama óskaði sér

Fidel Castro lýsti því yfir í grein sem hann skrifaði í gær að Barack Obama væri hæfastur þeirra frambjóðenda sem sækjast eftir forsetaembættinu í Bandaríkjunum.

Hættir sem formaður BGS vegna deilna innan stjórnar

Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, hefur látið af formennsku hjá Bílgreinasambandinu vegna deilna um markaðsaðferðir Heklu og vegna þess að meirihluti stjórnar sambandsins hafnaði tillögu hans um að koma á fót siðanefnd.

Kærður fyrir að stela yfir 30 líkkistum af Fóstbróður sínum

Eyþór Eðvarðsson, fyrrverandi útfararstjóri, hefur kært Rúnar Geirmundsson, formann Félags útfararstjóra, fyrir stuld á yfir þrjátíu líkkistum. Kisturnar hurfu úr geymslu og fundust síðan hjá Rúnari. Verðmæti kistanna er um fjórar milljónir. Rúnar segist hafa keypt þær af öðrum manni sem sagðist eiga þær og hefur einnig kært Eyþór til lögreglu.

Óskar fór alltaf með lyfin til Magnúsar

Óskar Arnórsson áfengisráðgjafi sem sótti lyf fyrir Magnús Skúlason, yfirgeðlækni á Sogni, segir ekkert launungarmál hvað hann hafi gert við lyfin. Þeim hafi hann skilað til Magnúsar enda hafi hann einungis verið að sendast fyrir hann.

Engir litlir grænir kallar - ennþá

Geimfarið Fönix heldur áfram að senda myndir frá Mars til jarðar. Heldur virðist plánetan eyðileg. Vísindamenn eru þó spenntir fyrir flekkjum sem sjá má á jörðinni.

Rúmlega 900 látnir í umferðinni á 40 árum

916 manns hafa látist í umferðarslysum á síðustu 40 árum, eða frá því að hægri umferð var tekin upp, samkvæmt upplýsingum Umferðarráðs. Það stendur nú fyrir umferðaröryggisviku. Bent er á að það jafngildi því að allir íbúar Bolungarvíkur eða Blönduóss hefðu látist. Þessi fjöldi dugir einnig til að fylla fjórar Boeing 757 þotur.

S-Afríka setur upp flóttamannabúðir

Stjórnvöld í Suður-Afríku hafa ákveðið að setja upp flóttamannabúðir fyrir tugþúsundir innflytjenda sem hafa orðið fyrir hrottalegum árásum innfæddra undanfarna daga.

Sjá næstu 50 fréttir