Innlent

Ber skylda til að taka á móti palestínskum flóttamönnum

Bæjarstjórinn á Akranesi segir að bænum beri skylda til að taka á móti þrjátíu palestínskum flóttamönnum næsta haust. Hann segir Akranesskaupstað eitt stöndugasta bæjarfélag landsins sem ráði vel við móttöku flóttamanna.

Bæjarstjórnin á Akranesi samþykkti einróma í fyrradag að hefja viðræður um mótttöku 30 palestínskra flóttamanna. Magnús Þór Hafsteinsson, varabæjarfulltrúi Frjálslyndra og fyrrverandi formaður félagsmálaráð,s hefur gagnrýnt bæjaryfirvöld fyrir ákvörðunina. Velferðarkerfið sé þanið, atvinnumálin líti illa út og á þriðja tug fjölskyldna bíði eftir félagslegu húsnæði. Gísli S. Einarson bæjarstjóri á Akranesi segir bæinn ráða vel við móttöku flóttamannnanna.

 

Gísli segir að bæjaryfirvöldum á Akranesi beri skylda til að taka á móti flóttamönnunum. Koma flóttamannanna bitni ekki á félagsþjónustunni á Akranesi og þeir hafi engan forgang þar umfram aðra. Rauði krossinn veiti þeim þá forgangsþjónustu sem þeir þurfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×