Innlent

Sex innbrot á dag á landinu í apríl

Alls voru 169 innbrot tilkynnt lögreglu í apríl sem jafngildir tæplega 6 innbrotum á dag. Enn fremur voru 97 líkamsmeiðingar tilkynntar sem jafngildir um þremur slíkum brotum á dag. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir aprílmánuð.

Fíkniefnabrot reyndust um fimmtungi færri í apríl í ár en á sama tíma í fyrra. Þá reyndust umferðarlagabrot nærri 5600 í apríl sem eru töluvert fleiri brot en í aprílmánuði árin þrjú á undan. Rekja má fjölgunina að miklu leyti til hraðakstursmyndavéla.

Málaskrá lögreglunnar leiðir enn fremur í ljós að flestar líkamsárásir voru framdar að næturlagi í apríl, eða tæp 60 prósent. Þá voru flest hraðakstursbrot framin að degi til, milli hádegis og sex síðdegis, en eignaspjöll dreifðust hins vegar frekar jafnt yfir sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×