Innlent

Þörf á vegabréfum þegar EM í knattspyrnu stendur yfir í Austurríki

Cristiano Ronaldo verður meðal þeirra sem spila á EM.
Cristiano Ronaldo verður meðal þeirra sem spila á EM. MYND/Getty

Þeir sem ferðast til Austurríkis á þeim tíma sem Evrópukeppnin í knattspyrnu stendur yfir verða að vera með gild ferðaskilríki, það er vegabréf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra.

Evrópukeppnin fer fram dagana 7.-29. júní og hafa austurrísk yfirvöld ákveðið að taka upp persónueftirlit á öllum landamærum landsins frá 2. júní 2008 til 1. júlí vegna þessa. Þetta er gert á grundvelli reglugerðar sem Evrópuþingið hefur sett.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×