Innlent

Grunnskólakennarar samþykktu samning með yfirburðum

Ólafur Loftsson er formaður Félags grunnskólakennara.
Ólafur Loftsson er formaður Félags grunnskólakennara.

Mikill meirihluti félaga í Félagi grunnskólakennarar samþykkti í atkvæðagreiðslu nýgerðan kjarasamning milli Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Félagi grunnskólakennara.

Talningu atkvæða lauk í gær. Alls voru 4646 manns á kjörskrá og greiddu nærri 88 prósent þeirra atkvæði um samninginn. Já sögðu 79 prósent þeirra en tæp 18 prósent höfnuðu samningnum. Tæp þrjú prósent seðla voru auð og ógild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×