Innlent

Hættuástandi aflýst í Kópavogi

Búið er að aflýsa hættuástandi á þeim stað þar sem gömul sprengja fannst á byggingarsvæði við Furugrund fyrr í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Tilkynnt var um sprengjuna klukkan 13.22 þegar verktaki var að vinna á nýbyggingasvæði við HK-völlinn í Furugrund. Töluverður viðbúnaður var hjá lögreglu, slökkviliði og sprengjufræðingum ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslunnar á vettvangi og var Snælandsskóli til að mynda rýmdur í varúðarskyni.

Á fjórða tímanum var búið að gera sprengjuna óvirka og var hún flutt af vettvangi í kjölfarið. Við þetta má bæta að sprengjan var 50 kílóa flugvélasprengja, að líkindum úr síðari heimsstyrjöldinni.


Tengdar fréttir

„Ég mokaði þetta kvikindi upp“

„Ég mokaði þetta kvikindi upp,“ segir Karel Halldórsson, gröfumaðurinn sem gróf niður á sprengju í Fagralundi í Kópavoginum í dag. Hann segir að um sé að ræða um 60 sentimetra hlut sem líklega sé flugvélasprengja.

Búið að gera sprengju óvirka

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar gerðu sprengjuna sem fannst á nýbyggingarsvæði við HK-völlinn við Furugrund í Kópavogi fyrr í dag óvirka fyrir stundu og munu svo flytja hana á brott.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×