Í geitarhúsi að leita ullar? Atli Steinn Guðmundsson skrifar 21. maí 2008 16:27 Jóhanna Þorvaldsdóttir ásamt hluta stofns síns. Stuðningsmenn Jóhönnu Þorvaldsdóttur geitabónda á Háafelli í Hvítársíðu hafa hafið undirskriftasöfnun til stuðnings því að henni verði veittur viðunandi fjárstyrkur til að koma upp aðstöðu til ræktunar og hirðingar geita sinna. Jóhanna hefur barist í bökkum með þær 116 fullvöxnu geitur sem bú hennar telur auk hátt í 90 kiðlinga sem litið hafa dagsins ljós nú á vordögum. „Vonandi er búið að taka ákvörðun um að gera eitthvað til að bjarga stofninum, þverpólitísk tillaga um það var samþykkt á þingi. Við erum aðilar að Ríósáttmálanum sem segir að við megum ekki láta stofna deyja út svo ríkið hlýtur að bera ábyrgð á því," útskýrir Jóhanna. Kollótt er ekki litaafbrigði Hún hefur ræktað geitur í 18 ár og hefur meðal annars í bústofni sínum síðustu kollóttu geiturnar sem fyrirfinnast hér á landi. Á kollóttum geitum vaxa ekki horn en útbreiddur misskilningur er að kollótt sé litaafbrigði. Þau eru þó einnig til fágæt hjá Jóhönnu og nefnir hún gulgolsóttar og gulflekkóttar geitur. Bændasamtök Íslands vinna nú að því fyrir Jóhönnu að útvega styrki til að byggja það geitarhús sem þarf en það mun kosta um 50 milljónir króna. „Þegar hægt er að byggja eina stúku við fótboltavöll fyrir 900 milljónir þá held ég að það hljóti að vera hægt að finna 40 - 50 milljónir í eitt hús til að varðveita dýrastofn," segir Jóhanna, ómyrk í máli. Árni Jósteinsson, nýsköpunarráðgjafi Bændasamtakanna, segir það rétt að samtökin hafi verið að aðstoða Jóhönnu, meðal annars með því að útbúa viðskiptaáætlun og setja í gang ýmis umsóknarferli. Þegar hafi fengist styrkur til verksins frá erfðanefnd og að auki sé landbúnaðarráðuneytið með málið til skoðunar. „Öll viðbrögð byrja alltaf á jákvæðum nótum svo ég er fullur bjartsýni," segir Árni og bætir því við að hann sé þess nokkuð viss að málið nái að lokum alla leið. Engin afstaða enn Hjá Sigurgeiri Þorgeirssyni, ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðuneytinu, fengust þær upplýsingar að engin afstaða hefði verið tekin til þess enn hvort unnt yrði að styrkja Jóhönnu með einhverjum hætti. „Nú er í endurskoðun svokallaður búnaðarlagasamningur sem er milli Bændasamtakanna og ráðuneytisins og ég á von á að þetta ákveðist á þeim vettvangi. En ég get hvorki sagt af eða á um það núna. Ef mögulegt yrði að hlaupa undir bagga með henni yrði það undir þeim formerkjum að verið væri að vernda geitastofninn," sagði Sigurgeir. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira
Stuðningsmenn Jóhönnu Þorvaldsdóttur geitabónda á Háafelli í Hvítársíðu hafa hafið undirskriftasöfnun til stuðnings því að henni verði veittur viðunandi fjárstyrkur til að koma upp aðstöðu til ræktunar og hirðingar geita sinna. Jóhanna hefur barist í bökkum með þær 116 fullvöxnu geitur sem bú hennar telur auk hátt í 90 kiðlinga sem litið hafa dagsins ljós nú á vordögum. „Vonandi er búið að taka ákvörðun um að gera eitthvað til að bjarga stofninum, þverpólitísk tillaga um það var samþykkt á þingi. Við erum aðilar að Ríósáttmálanum sem segir að við megum ekki láta stofna deyja út svo ríkið hlýtur að bera ábyrgð á því," útskýrir Jóhanna. Kollótt er ekki litaafbrigði Hún hefur ræktað geitur í 18 ár og hefur meðal annars í bústofni sínum síðustu kollóttu geiturnar sem fyrirfinnast hér á landi. Á kollóttum geitum vaxa ekki horn en útbreiddur misskilningur er að kollótt sé litaafbrigði. Þau eru þó einnig til fágæt hjá Jóhönnu og nefnir hún gulgolsóttar og gulflekkóttar geitur. Bændasamtök Íslands vinna nú að því fyrir Jóhönnu að útvega styrki til að byggja það geitarhús sem þarf en það mun kosta um 50 milljónir króna. „Þegar hægt er að byggja eina stúku við fótboltavöll fyrir 900 milljónir þá held ég að það hljóti að vera hægt að finna 40 - 50 milljónir í eitt hús til að varðveita dýrastofn," segir Jóhanna, ómyrk í máli. Árni Jósteinsson, nýsköpunarráðgjafi Bændasamtakanna, segir það rétt að samtökin hafi verið að aðstoða Jóhönnu, meðal annars með því að útbúa viðskiptaáætlun og setja í gang ýmis umsóknarferli. Þegar hafi fengist styrkur til verksins frá erfðanefnd og að auki sé landbúnaðarráðuneytið með málið til skoðunar. „Öll viðbrögð byrja alltaf á jákvæðum nótum svo ég er fullur bjartsýni," segir Árni og bætir því við að hann sé þess nokkuð viss að málið nái að lokum alla leið. Engin afstaða enn Hjá Sigurgeiri Þorgeirssyni, ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðuneytinu, fengust þær upplýsingar að engin afstaða hefði verið tekin til þess enn hvort unnt yrði að styrkja Jóhönnu með einhverjum hætti. „Nú er í endurskoðun svokallaður búnaðarlagasamningur sem er milli Bændasamtakanna og ráðuneytisins og ég á von á að þetta ákveðist á þeim vettvangi. En ég get hvorki sagt af eða á um það núna. Ef mögulegt yrði að hlaupa undir bagga með henni yrði það undir þeim formerkjum að verið væri að vernda geitastofninn," sagði Sigurgeir.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Fleiri fréttir Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Sjá meira