Fleiri fréttir

Við bugumst ekki

Mikill mannfjöldi safnaðist saman við Virginia Tech háskólann í Bandaríkjunum í gær til að minnast þess að eitt ár er liðið frá mannskæðustu skólaárás í sögu landsins.

Samráð um framkvæmdir á gatnamótum

Borgaryfirvöld ætla að hafa samráð með íbúum í Hlíðunum og nágrenni um framkvæmdir tengdum mislægum gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Á annað hundrað manns mættu á kynningarfund sem haldinn var um málið í gær.

Gagnrýndu skipulag þingfundar í dag

Stjórnarandstaðan gagnrýndi á Alþingi í morgun að haldinn væri langur fundur á Alþingi um samgöngu- og menntamál á sama tíma og samgönguþing og aðalfundur Ríkisútvarpsins færu fram.

Beitir sér ekki fyrir auglýsingabanni í kringum barnatíma

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra hyggst ekki beita sér fyrir lagasetningu sem bannar auglýsingar í kringum barnatíma í sjónvarpi. Hún treystir fjölmiðlum og foreldrum til þess að meta hvað er best fyrir börnin.

Þingmenn flognir til fundar á Vestfjörðum

Þingmenn Norðvestur kjördæmis ætla að hitta sveitarstjórnarmenn á Vestfjörðum á fundi í dag. Rætt verður um málefni svæðisins en búast má við því að áætlanir um olíuhreinsunarstöð verði ofarlega á baugi.

Hvatti ráðherra til þess að sniðganga hátíðir á ÓL

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hvatti flokkssystur sína, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, til þess að sniðganga bæði opnunar- og lokahátíð Ólympíuleikanna í Peking í sumar og sýna þannig andstöðu sína við mannréttindabrot Kívnerja. Ráðherra sagðist hins vegar fyrst og fremst fara til þess að styðja íslenska íþróttamenn.

Töluvert fleiri legíónellusmit í fyrra en árin á undan

Töluvert fleiri legíónellusmit greindust hér á landi í fyrra en árin á undan samkvæmt upplýsingum frá sýklafræðideild Landspítalans. Vitnað er til þeirra í Farsóttarfréttum Landlæknisembættisins en alls greindust 12 manns með veikina í fyrra.

Plank laug í Kastljósi

Premyslaw Plank, sem handtekinn var í vikunni vegna gruns um að hann hafi myrt hnefaleikamanninn Andrezj Hamel, hefur hlotið fimm fangelsisdóma í Póllandi. Þessir dómar hljóðuðu alls upp á 4 ár og átta mánuði.

Ráðgjafarstofa vill almenna neysluviðmiðun

Mikilvægt er að Íslandi verði sett almenn neysluviðmiðun. Þetta kemur fram í ársskýrslu Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna sem kynnt var á morgunverðarfundi með samstarfsaðilum stofnunarinnar.

Rústast íslenskur landbúnaður með nýjum lögum frá ESB?

Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti yfir áhyggjum af því að íslenskur landbúnaður myndir rústast ef nýtt frumvarp landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem meðal annars kveður á um innflutning á hráu kjöti, yrði að veruleika.

Síbrotamaður sendur í fangelsi

Tvítugur Reykvíkingur var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í 11 mánaða fangelsi fyrir að hafa þrívegis ekið bifreið undir áhrifum vímuefna. Í tvö skipti af þessum þremur var maðurinn með fíkniefni í sinni vörslu.

Undirskriftarsöfnun vegna læknaskorts á Blönduósi

„Eins og komið hefur fram í fréttum hefur það ástand skapast á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi að hætta er á að allir læknar stofnunarinnar hætti þar störfum um næstu mánaðarmót,"segir í fréttatilkynningu frá hópi fólks sem ætlar að afhenda heilbrigðisráðherra undirskriftarlista.

Vilja endurskoðun laga um öryggisþjónustu

Árásir á öryggisverði að undanförnu kalla á að sá lagarammi sem öryggisfyrirtæki starfa eftir sé tekinn til gagngerrar endurskoðunar að mati Öryggismiðstöðvarinnar.

Níu mánaða fangelsi fyrir að aka án réttinda

Rúmlega þrítugur Ólafsfirðingur var í Héraðsdómi Norðurlands eystri í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa ekið reynsluakstursbíl frá Bílabúð Benna til Dalvíkur þar sem hann var stöðvaður af lögreglu.

Er morðingi sænsku stúlkunnar fjöldamorðingi?

Lögregla í Noregi og Svíþjóð rannsakar nú hvort maðurinn sem drap hina tíu ára Englu Juncosa-Höglund fyrir um tveimur vikum hafi staðið á bak við morð á níunda og tíunda áratug síðustu aldar.

Ferðasveitin vill leita að Oliver litla

Ferðasveit dönsku ríkislögreglunnar "Rejseholdet" svokallaða hefur boðið fram aðstoð sína við leit að hinum fimm ára gamla Oliver sem var rænt í Danmörku í gær.

Fjöldauppsagnir hjá TV2 í Danmörku

Áttatíu og tveimur starfsmönnum dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 verður sagt upp í lok mánaðarins, þar af 33 á fréttastofu stöðvarinnar. Frá þessu greina danskir miðlar í morgun.

Rúmlega 430 ökumenn á of miklum hraða

Rúmlega 430 ökumenn voru myndaðir á of miklum hraða á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu í gær, en rúmlega 7,500 bílar fóru um gatnamótin á meðan á mælingu stóð.

Nektardansmær hvatti konungsborinn áfram í samförum

Réttarhöldin yfir Íslendingnum Paul Aðalsteinssyni og félaga hans Sean McGuigan héldu áfram í gær en þeir eru sakaðir um að hafa ætlað að kúga fé af háttsettum meðlimi bresku konungsfjölskyldunnar.

Ný réttarskipan rædd eftir dóm Birgis Páls

Helena Dam á Neystabö, sá ráðherra í ríkisstjórn Færeyja sem fer með dómsmál, telur að Færeyingar þurfi að koma sér upp sinni eigin réttarskipan, í stað þeirrar dönsku sem þar ríkir nú. Þetta sagði hún í samtali við færeyska ríkisútvarpið.

Ákærður fyrir að myrða 11 ára dreng

Sautján ára gamall breskur piltur hefur verið ákærður fyrir morðið á hinum ellefu ára gamla Rhys Jones, sem var skotinn til bana í almenningsgarði í Liverpool í ágúst síðastliðnum.

Sinubruni í Grafarvogi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Kirkjugarðinum í Gufunesi um hálf-fjögurleytið í dag, þar sem kveikt hafði verið í sinu. Slökkvistarf tók um fjörutíu mínútur, en eins og sést á meðfylgjandi myndum sem teknar eru af þeim Friðberti, Einari og Ægi, nemendum í Foldaskóla lagði all mikinn reyk yfir Foldahverfið.

Varað við svifryki í dag og á morgun

Umhverfis- og samngöngusvið varar við því að svifryk geti farið yfir heilsuverndarmörk í dag og á morgun. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að ryk berist nú um borgina og þyrlist víða upp og valdi gangandi og hjólandi óþægindum.

Endalokin nær en talið var

Þrettán ára þýskur strákur hefur leiðrétt útreikninga bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA.

Fundu fíkniefni í Laugardalshverfinu

Fíkniefni fundust við húsleit í Laugardalshverfinu um kvöldmatarleytið í gær. Talið er að um sé að ræða bæði kókaín og marijúana, nálægt 30 grömmum, og einnig hassolíu, um 150 ml.

Vændiskonu vísað á dyr

Vændiskonan sem dvalið hefur á hótelinu „Room with a View" að undanförnu er farin þaðan, að sögn Árna Einarssonar, framkvæmdastjóra hótelsins.

Grunur um að tugir bíla séu stolnir

Tugir bíla sem fluttir voru hingað til lands frá Bandaríkjunum gætu verið ólöglega fengnir. Tollayfirvöld ytra lögðu hald á ellefu bíla fyrir skömmu sem voru á leið hingað til lands sem talið er að hafi verið stolið. Í það minnsta eitt íslenskt fyrirtæki og einn Íslendingur er viðriðin málið.

Ræðismaður Pólverja ánægður með fundinn

Fundur Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, með Michal Síkorskí ræðismanni Póllands á Íslandi var mjög árangursríkur, að sögn þess síðarnefnda.

Vilja 15% launahækkun

Um 100 þúsund starfsmenn í umönnunarstéttum lögðu niður vinnu víða um Danmörku í dag. Viðræður við sveitarfélögin um nýja samninga sigldu í strand á föstudaginn.

Varnarmálastofnun lögfest

Frumvarp utanríkisráðherra til varnarmálalaga var samþykkt á Alþingi í dag. Samkvæmt nýju lögunum fer utanríkisráðherra með yfirstjórn varnarmála. Sérstök varnarmálastofnun verður sett á laggirnar. Forstjóri hennar verður skipaður í sumar.

Nektarvefsíðu lokað

Vefsíðu 18 ára íslenskrar stúlku sem bauð nektarsýningu á Netinu gegn greiðslu hefur verið lokað. Vísir sagði frá vef stúlkunnar, sem kallar sig Kötu í fyrradag. Þar var hægt er að sjá hana fækka fötum á msn.

Myndband: Ísland er mitt himnaríki

Tæplega þrítugur karlmaður, Mamadou Daillo, vann í vikunni mál sem hann höfðaði gegn Útlendingastofnun og íslenska ríkinu. Maðurinn er frá Máritaníu og kom hingað til lands frá Amsterdam árið 2004.

Sjá næstu 50 fréttir