Erlent

Páfinn harðorður um klám og kynferðislega misnotkun

Benedikt páfi var harðorður í garð kláms og kynferðislegrar misnotkunar á fundi sínum með kaþólskum biskupum í Washington í gær.

Hann segir að kynferðisleg misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum hafi skapað djúpa skömm og sé alvarlegur siðferðisbrestur af hálfu þeirra sem gerst hafa sekir um slíkt.

Þá kennir páfinn auðveldum aðgangi að klámi um það hve giftingum meðal kaþólskra hefur fækkað mikið í Bandaríkjunum á liðnum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×