Innlent

Varað við svifryki í dag og á morgun

MYND/GVA

Umhverfis- og samngöngusvið varar við því að svifryk geti farið yfir heilsuverndarmörk í dag og á morgun. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að ryk berist nú um borgina og þyrlist víða upp og valdi gangandi og hjólandi óþægindum.

Ryk berst af hálendinu og sennilega úr opnum grunnum og óbundnum svæðum í grennd við borgina. Fínustu agnir þessa ryks valda þeim sem eru með viðkvæm öndunarfæri eða asma óþægindum.

Borgaryfirvöld benda á að nagladekk séu áhrifamikill orsakavaldur svifryks í Reykjavík og eiga sinn hlut í því í dag að svifryk mælist yfir heilsuverndarmörkum. bÖkumenn eru minntir á að tími nagladekkjanna er liðinn og er ólöglegt að keyra á nagladekkjum eftir 15. apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×