Erlent

Fimm ára drengur enn ófundinn

Lögreglan leitar þriggja manna.
Lögreglan leitar þriggja manna.

Drengurinn sem þrír menn rændu í Virum í Danmörku síðdegis í dag er enn ófundinn.

Móðirin var að sækja strákinn á leikskóla þegar atvikið varð. Hún var búinn að setja hann í barnabílstólinn þegar einn mannanna réðst aftan að henni. Hinir tveir rifu svo barnið út úr bílnum, fleygðu því inn í svartan skutbíl og óku á brott. Móðirin var blóðug eftir árásina.

Lögreglan á Norður-Sjálandi hefur sett mikið lið til að leita að ódæðismönnunum.

Drengurinn heitir Oliver og er af kínverskum uppruna. Um tíma var talið að hvarf hans tengdist erjum á milli foreldra hans en sá möguleiki hefur nú verið útilokaður. Lögreglan hefur eftir móðurinni að hún þekki ekki mannræningjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×