Innlent

Ræðismaður Pólverja ánægður með fundinn

Michal Sikorski, ræðismaður Póllands á Íslandi.
Michal Sikorski, ræðismaður Póllands á Íslandi.

Fundur Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, með Michal Síkorskí, ræðismanni Póllands á Íslandil, var mjög árangursríkur, að sögn þess síðarnefnda.

Síkorskí segir að ákveðið hafi verið að Íslendingar og Pólverjar myndu hafa mikla samvinnu við vinnslu mála sem snerta Pólverja hér á landi. Þá sagði hann að lögregluyfirvöld hér á landi hefðu fullvissað sig um að hart yrði tekið á málum pólskra glæpamanna sem hingað kæmu. Þá sagði Sikorskí ljóst að lagabreytinga væri þörf til að auðvelda samstarf Íslendinga og Pólverja á þessu sviði.

Stefán Eiríksson lögreglustjóri tekur undir með Sikorski að fundurinn hafi verið mjög gagnlegur og segist vonast til þess að þetta sé upphafið að góðu samstarfi lögreglunnar við Pólverja. Stefán segir að fundurinn komi í beinu framhaldi af fundi dómsmálaráðherra með Sikorski og sé að frumkvæði ráðherra.

Stefán segir að lögreglan reyni að hitta fulltrúa annarra ríkja reglulega og eftir því sem þurfa þyki og bendir sem dæmi á gott samstarf við lögregluna á Norðurlöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×