Innlent

Flugfreyjur og flugþjónar undirbúa verkfallsboðun

Flugfreyjur og flugþjónar hjá Flugleiðum ákváðu á félagsfundi sínum í gærkvöldi að hefja nú þegar undirbúning að verkfallsboðun.

Í tilkynningu frá félaginu segir að samningar hafi verið lausir frá áramótum. Samningaviðræður hafi staðið yfir síðan í nóvember í fyrra og þrír fundir hafi verið haldnir hjá Ríkissáttaseemjara, eftir að deilunni var vísað þangað, en viðræður hafi engan árangur borið.

Þá lýsti fundurinn fullum stuðningi við samninganefnd sína og nefndin lagði eindregið til við félagsmenn að virða kjaraasamninga í verki og njóta frídaganna í faðmi fjölskyldunnar. Það þýðir að erfitt getur reynst að fullmanna áhafnir, ef einhver forfallast.

Flugmenn slógu hins vegar á frest að hefja undirbúning verkfalls eftir samningafund með Flugleiðamönnum hjá Ríkissáttasemjara í gær. Annar fundur hefur verið boðaður í dag




Fleiri fréttir

Sjá meira


×