Innlent

Helmingi framkvæmdaaðila finnst skipulagsyfirvöld standa sig illa

MYND/Páll Bergmann

Ríflega helmingur eða 53 prósent forsvarsmanna fyrirtækja og framkvæmdaaðila sem eiga samskipti við skipulagsyfirvöld sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu finnst sveitarfélögin sinna skipulagsmálum illa.

Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði dagana 4.-14. apríl og kynnt verður á ráðstefnu sem verður í dag undir yfirskriftinni Skipulag eða stjórnleysi sem haldin er í tengslum við sýninguna Verk og vit. Einungis fimmtungi finnst sveitarfélögin sinna þessum málaflokki vel en rúmur fjórðungur taldi að málaflokknum væri hvorki sinnt vel né illa.

Í könnuninni kom einnig fram að tveir af hverjum þremur aðspurðum telja líklegt að fyrirtæki þeirra komi að gerð nýs atvinnuhúsnæðis á næstu 12 mánuðum. Um 27 prósent svöruðu að gerð nýs atvinnuhúsnæðis væri ólíkleg en sex prósent hvorki né. Samkvæmt könnuninni virðist öllu meiri bjartsýni með tilliti til byggingar atvinnuhúsnæðis en efnahagsspár síðustu vikna gefa tilefni til.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×