Erlent

Fjöldauppsagnir hjá TV2 í Danmörku

MYND/Pjetur

Áttatíu og tveimur starfsmönnum dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV2 verður sagt upp í lok mánaðarins, þar af 33 á fréttastofu stöðvarinnar. Frá þessu greina danskir miðlar í morgun.

Uppsagnirnar eru liður í sparnaðaraðgerðum stöðvarinnar en hún tapaði rúmum tveimur milljörðum íslenskra króna í fyrra. Draga þarf úr kostnaði um svipaða fjárhæð og því er gripið til uppsagnanna. Starfsmenn höfðu verið boðaðir til fundar í dag þar sem greina átti frá uppsögnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×