Fleiri fréttir Enn leitað að loðnu við Vestmannaeyjar Fimm loðnuskip eru enn við loðnuleit við Vestmannaeyjar en ekkert hefur sést í morgun, að sögn Sturlu Þórðarsonar, skipstjóra á Berki NK. Veiðin í gær út af Eyjafjöllum var nánast engin og telur Sturla að loðnuveiðin sé búin að þessu sinni, svo fremi sem ekki komi vesturganga. 16.3.2008 10:09 Áttatíu fallnir í átökum í Tíbet Áttatíu manns hafa fallið undanfarna daga í átökum milli Tíbeta og kínverskra stjórnvalda, að sögn tíbetsku útlagastjórnarinnar í Indlandi. Tugir til viðbótar hafa slasast. Lhasa, höfuðborg Tíbet er nánast í herkví lögreglu- og hersveita. Íbúarnir hætta sér ekki út fyrir dyr. 16.3.2008 10:02 Tekinn á tvöföldum hámarkshraða Karlmaður á fimmtugsaldri var tekinn á tvöföldum hámarkshraða í Borgarnesi í gærkvöldi þar sem hámarkshraði er 50 km. Maðurinn missir ekki prófið en fær 60 þúsund króna sekt og fjóra refsipunkta í ökuferilsskrá. 16.3.2008 09:56 Fjögur líkamsárásarmál í Reykjavík Nokkuð var um slagsmál í miðborginni í nótt og komu fjögur líkamsárásarmál til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ekki hefur þó verið kært vegna þeirra. Fangageymslur í Reykjavík voru yfirfullar svo notast þurfti við fangageymslur í Hafnarfirði líka. Þannig gistu 15 manns fangageymslur, langflestir vegna ölvunar eða óspekta. 16.3.2008 09:49 Búið að rífa gömlu Nestis-bensínstöðina Gamla Nestisbensínstöðin norðan megin við Ártúnsbrekkuna í Reykjavík hefur verið rifin. Stöðin hefur staðið þar í yfir hálfa öld. Þar á að reisa 500 fermetra bensínstöð með skyndibitastöðum og verður hún svipuð bensínstöðinni sem nú er hinu megin við götuna. 16.3.2008 12:59 Tveir létust í sprengjuárás á veitingastað í Pakistan Tveir létust og níu slösuðust þegar sprengja sprakk við veitingastað í Islamabad höfuðborg Pakistan í dag. Samkvæmt heimildum öryggissveita sprakk sprengjan við ítalskan veitingastað í miðborginni. 15.3.2008 20:45 Eldur í tjaldi útigangsmanns í Laugardal Nú fyrir stundu var tilkynnt um eld í tjaldi á tjaldstæðunum í Laugardal. Lögregla og Slökkvilið eru á leið á staðinn. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er um að ræða tjald útigangsmanns. Ekki er ljóst hversu eldurinn er mikill á þessari stundu. 15.3.2008 19:37 Ræningi Shannon tengdur fjölskyldunni Maðurinn sem rændi hinni níu ára gömlu Shannon Matthews og hélt henni fanginni á heimili sínu í 24 daga er tengdur fjölskyldunni. Vinir og ættingjar fjölskyldunnar söfnuðust saman fyrir utan heimili hennar í gær og slógu upp veislu. 15.3.2008 18:28 Suðurstrandarvegur allur boðinn út Margsvikið kosningaloforð um Suðurstrandarveg kann loks að verða efnt. Samgönguráðherra lofar nú að vegagerðin í heild verði öll komin í útboð fyrir mitt þetta ár. 15.3.2008 18:58 Biðröð eftir notuðum hlutum Starfsfólk Góða hirðisins sér engin merki þess að farið sé að kreppa að í þjóðfélaginu enda berst þangað á hverjum degi mikið af veglegum hlutum. Viðskiptavinirnir bíða í röðum þegar verslunin er opnuð í von um að finna eitthvað einstakt. 15.3.2008 18:23 Umsátursástand í Tíbet Umsátursástand ríkir í borginni Lahsa eftir að óeirðir brutust út milli kínverskra öryggissveita og andstæðinga kínverskra yfirráða í Tíbet. Víða um heim hefur fólk fjölmennt fyrir utan sendiráð Kína og lýst yfir stuðningi við sjálfstæði Tíbets. 15.3.2008 18:22 Stúlka féll sex metra úr rúllustiga Fjögurra ára gömul stúlka slasaðist þegar hún féll um sex metra niður úr rúllustiga í nýrri verslun Rúmfatalagersins á Glerártorgi á Akureyri í dag. Stúlkan var í fylgd ættingja þegar slysið varð. Hún var flutt á slysadeild í sjúkrabíl. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan stúlkunnar en hún féll niður á teppalagt gólf. 15.3.2008 16:28 Óttast að fjölmargir hafi látist í Albaníu Óttast er að fjölmargir hafi látist í gífurlegri sprengju sem varð í skotvopnabirgðastöð albanska hersins nálægt höfuðborginni Tirana í dag. Meira en 155 manns slösuðust, þar á meðal mörg börn. 15.3.2008 16:21 PFS greiðir almannatengslaráðgjöf Hrafnkels Hrafnkell Gíslason forstjóri Póst- og fjarkskiptastofnunar leitaði til almannatengils til að fá ráðgjöf með hvernig hann ætti að höndla umræðu um eineltismál á stofnuninni. Samkvæmt heimildum Vísis leitaði hann til Gunnars Steins Pálssonar almannatengils til að fá ráðgjöf um hvernig hann ætti að snúa sér varðandi það fjaðrafok sem málið hefur vakið í fjölmiðlum. 15.3.2008 15:29 Íhuga heilagt stríð gegn Dönum og Hollendingum Danir og Hollendingar hafa skapað sér mikla óvild í hinum íslamska heimi vegna skopmyndateikninga af spámanninum. Þær hafa farið fyrir brjóstið á trúuðum Afgönum og hafa sumir múslimar haft á orði að heilagt stríð vofi yfir. 15.3.2008 18:50 Loðnuvertíðinni hugsanlega lokið Loðnuvertíðinni í ár er hugsanlega lokið. Tíu skip hafa í allan dag leitað í örvæntingu að loðnu undan Eyjafjöllum og fundið sáralítið. Torfa sem fannst síðdegis í gær við Vestmannaeyjar gaf smá von og fengu tvö skip, Álfsey og Huginn, ágætis afla eða um 400 tonna köst og þrjú önnur skip fengu reiting þar í gærkvöldi. Þetta varð til þess að loðnuflotinn færði sig af Faxaflóa yfir að suðurströndinni. 15.3.2008 18:41 Bilun í ljósleiðara hægir á netumferð Hægst hefur verulega á allri netumferð til og frá Íslandi vegna bilunar í ljósleiðara í Skotlandi nú síðdegis. Afkastageta sæstrengs er því aðeins um þriðjungur af því sem venjulegt er. Í tilkynningu frá Farice segir að bilunar sé leitað og upplýst verði síðar hve langan tíma viðgerð muni taka. 15.3.2008 18:36 Fjórir látnir og 200 slasaðir eftir sprengingar í Albaníu Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 200 slasaðir í Albaníu eftir kraftmiklar sprengingar sem sprungu í birgðargeymslu hersins nálægt höfuðborginni Tirana í dag. Skotfæri sem geymd eru á stöðinni sprungu í um tvo klukkutíma. 15.3.2008 14:20 Leynd yfir heimsókn utanríkisráðherra til Afghanistan Utanríkisráðherra heldur ásamt fylgdarliði sínu til Afganistan á morgun. Mikil leynd hvílir yfir ferðum ráðherra á meðan ferðinni stendur og mun fimm manna lögreglulið úr sérsveit ríkislögreglustjóra sjá um að tryggja öryggi sendinefndarinnar. 15.3.2008 12:47 Ólöglegt niðurhal kemur tón-og textahöfundum í uppnám Ólöglegt niðurhal af netinu hefur sett tónlistargeirann í uppnám, að mati formanns Félags tónskálda og textahöfunda, sem telur brýnt að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að slíkt sé stuldur, rétt eins og að stela úr verslunum. 15.3.2008 12:44 Vaðlaheiðargöng gera Norðurland að einu atvinnusvæði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur segir að Vaðlaheiðargöng muni greiða fyrir álveri og gera Norðurland allt að einu atvinnusvæði. 15.3.2008 12:40 Ráðherra hrakti stjórnendur spítalans úr starfi Heilbrigðisráðherra hrakti lykilstjórnendur Landspítalans úr starfi til að koma einkavæðingaráformum sínum í framkvæmd. Þetta kemur fram í ályktun þingflokks vinstri grænna. Ráðherra hefur sýnt óeðlileg vinnubrögð og ljóta framkomu gagnvart virtum embættismanni að mati Valgerðar Sverrisdóttur. 15.3.2008 12:30 Harður árekstur við Súðarvog Harður árekstur varð nú réttt fyrir hádegi við Súðarvog og Sæbraut. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru lögreglubílar og sjúkralið send á vettvang. Óskað hefur veirð eftir aðstoð tækjabíls. Fólksbíll og jeppi lentu saman. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á börum í sjúkrabíl og færður á slysadeild. Lögregla er á staðnum og yfirheyrir vitni. 15.3.2008 12:19 Erfitt að meta hvort krónan haldi áfram að veikjast Sérfræðingar segja erfitt að segja til um hvort gengi krónunnar haldi áfram að veikjast eftir helgi en krónan hefur ekki verið veikari í sex ár. 15.3.2008 12:15 Telur ákvörðun um framkvæmdir í Helguvík sérkennilegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ákvörðun Norðuráls að hefja framkvæmdir við álver í Helguvík sérkennilega. Hún segir það sérstakt þegar ríkið og sveitarfélög ganga ekki í takt í svo veigamiklu máli. 15.3.2008 12:10 Kappakstur á Granda - tvö ungmenni misstu prófið Tvö ungmenni voru svipt ökuréttindum á staðnum í gær og í nótt eftir að hafa mælst á hundrað og tíu kílómetra hraða á Grandanum í Reykjavík. Annað þeirra var í kappakstri við aðra bifreið. 15.3.2008 12:03 Beinafundur skelfir foreldra Madeleine Foreldrar Madeleine McCann gengu í gegnum enn eina kvölina í gær þegar þeim var tilkynnt að kafarar hefðu fundið poka með beinum í uppistöðulóni. Kafararnir voru á vegum portúgalsks lögmanns sem segist hafa upplýsingar úr undirheimum um að Madeleine hafi verið myrt og henni hent í risastórt uppistöðulón. 15.3.2008 11:22 Skýjakljúfar skemmast í óveðri í Georgíu Mikið óveður gengur nú yfir borgina Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. Háhýsi hafa meðal annars skemmst sem og hótel og tvö í þróttamannvirki. 15.3.2008 10:38 Loðna veiddist í gær Þrátt fyrir að sjómenn hafi nánast verið búnir að afskrifa að meira veiddist af loðnu á þessari vertíð fannst loðna austan við Vestmannaeyjar seinnipartinn í gær. Sturla Þórðarson skipstjóri á Berki NK hefur verið á veiðum frá í fyrradag eftir að báturinn landaði í Helguvík. Hann segir að veiðin í gær hafi verið lítil og ekkert hafi veiðst í dag. 15.3.2008 10:33 Átök geisa í Tíbet Enn er barist á götum úti í borginni Lhasa í Tíbet og eru 10 sagðir látnir eftir átök gærdagsins. Stjórnvöld hafa gefið mótmælendum frest fram á mánudag til að hætta mótmælum. 15.3.2008 10:22 Viðamikil snjóflóðaæfing björgunarsveita Viðamikil björgunaræfing fer fram ofan Sandskeiðs í dag og verða meðal annars tvær þyrlur á æfingunni, sem hefst upp úr klukkan tíu og stendur fram til klukkan tvö. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Landhelgisgæslan og greiningasveit Landspítala háskólasjúkrahúss æfa viðbrögð við snjóflóði og verður notast við búnað sem sérhannaður er til snjóflóðaleitar úr þyrlum en Landsbjörg færði Landhelgisgæslunni slíkan búnað að gjöf fyrir skömmu. 15.3.2008 10:13 Ekki á leið á Landspítalann Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ og fyrrverandi forstjóri Byko, þvertekur fyrir það að hún muni taka við starfi forstjóra Landspítalans. Eins og Fréttablaðið greinir frá í morgun hefur nafn Ásdísar Höllu ítrekað verið nefnt innan spítalans í umræðum um hver næsti stjórnandi spítalans verði. Þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni í gærmorgun sagði slíkar vangaveltur ekki á rökum reistar. 15.3.2008 09:53 Flest skíðasvæði opin í dag Öll helstu skíðasvæði landsins eru opin í dag. Í Bláfjöllum og Skálafelli verður opið til klukkan sex en þar er um þriggja stiga frost og aðstæður til skíðaiðkunar með besta móti. 15.3.2008 09:50 Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa áhyggjur af málum lögreglunnar Stjórn Samands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur bæst í hóp fjölmargra aðila á Suðurnesjum sem lýsa yfir þungum áhyggjum vegna fjárhagsvanda sem blasir við embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum. 14.3.2008 19:58 Magnús fer vegna samskiptaörðugleika Samstarfsörðugleikar hafa verið á milli Magnúsar Péturssonar, fráfarandi forstjóra Landspítalans, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, samkvæmt heimildum Vísis. 14.3.2008 19:45 Neðanjarðarlest gæti kostað rúma 50 milljarða Neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík myndi kosta um það bil tvöfalt meira en fyrirhuguð Sundagöng eða rúma 50 milljarða króna. 14.3.2008 19:30 Útflutningsverðmæti sjávarafurða eykst Útflutningsverðmæti áls og sjávarafurða hefur aukist um allt að tuttugu milljarða vegna veikingar krónunnar. Hækkanir á erlendum mörkuðum auka verðmætið enn frekar. 14.3.2008 19:15 Krónan ekki veikari í fjölda ára Krónan hélt áfram að veikjast í dag og hefur hún ekki verið veikari í yfir sex ár. Verðhækkanir hellast yfir landsmenn með vorinu að óbreyttu. 14.3.2008 18:55 Forstjóri Landspítala lét ekki af störfum að eigin ósk Magnús Pétursson forstjóri Landspítalans lætur óvænt af störfum næstu mánaðamót. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er það ekki að hans ósk. 14.3.2008 18:42 Norðurálsmenn halda áfram leikriti Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir forsvarsmenn Norðuráls hafa haldið áfram leikriti í morgun í tengslum við byggingu álvers í Helguvík til þess að láta líta svo út að þeir séu búnir að landa málinu. 14.3.2008 17:16 Dæmdur fyrir að hrinda manni þannig að hann handleggsbrotnaði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að að hafa hrint öðrum manni þannig að hann féll og handleggsbrotnaði. 14.3.2008 17:09 Komið í veg fyrir svifryksmengun með rykbindiefnum Svifryksmengun er undir heilsuverndarmörkum í dag þótt götur borgarinnar séu þurrar og veður stillt. Ástæðan er sú að í nótt og í morgun voru 290 km eknir til að dreifa 27 þúsund lítrum af rykbindiefnum á allar helstu umferðargötur í Reykjavík. 14.3.2008 17:05 Segist einungis hafa átt í steraviðskiptum við annan bróðurinn Annþór Kristján Karlsson sem sat í einangrun vegna svokallaðs UPS smyglmáls neitar að hafa komið nálægt innflutningi á fíkniefnunum. Samkvæmt heimildum Vísis segist hann við yfirheyrslur einungis hafa átt í steraviðskiptum við annan bróðurinn sem handtekinn var vegna málsins. 14.3.2008 16:17 Þýsk lögregla skaut bandarískan hermann Lögregla í Berlín skaut bandarískan hermann til bana í nótt eftir eltingaleik þar sem meðal annars var beitt þyrlu með nætursjónauka. Hermaðurinn, sem vopnaður var M4-herriffli, hafði kærustu sína í haldi á heimili hennar, batt hana þar og hafði uppi ógnandi tilburði. 14.3.2008 15:58 Fangaflugvél lenti í Keflavík í hádeginu Tveggja hreyfla vél í eigu fyrirtækisins Aviation Specialities lenti á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Aviation Specialities er skúffufyrirtæki í eigu CIA sem grunað hefur verið um að notað í fangaflug. 14.3.2008 15:09 Sjá næstu 50 fréttir
Enn leitað að loðnu við Vestmannaeyjar Fimm loðnuskip eru enn við loðnuleit við Vestmannaeyjar en ekkert hefur sést í morgun, að sögn Sturlu Þórðarsonar, skipstjóra á Berki NK. Veiðin í gær út af Eyjafjöllum var nánast engin og telur Sturla að loðnuveiðin sé búin að þessu sinni, svo fremi sem ekki komi vesturganga. 16.3.2008 10:09
Áttatíu fallnir í átökum í Tíbet Áttatíu manns hafa fallið undanfarna daga í átökum milli Tíbeta og kínverskra stjórnvalda, að sögn tíbetsku útlagastjórnarinnar í Indlandi. Tugir til viðbótar hafa slasast. Lhasa, höfuðborg Tíbet er nánast í herkví lögreglu- og hersveita. Íbúarnir hætta sér ekki út fyrir dyr. 16.3.2008 10:02
Tekinn á tvöföldum hámarkshraða Karlmaður á fimmtugsaldri var tekinn á tvöföldum hámarkshraða í Borgarnesi í gærkvöldi þar sem hámarkshraði er 50 km. Maðurinn missir ekki prófið en fær 60 þúsund króna sekt og fjóra refsipunkta í ökuferilsskrá. 16.3.2008 09:56
Fjögur líkamsárásarmál í Reykjavík Nokkuð var um slagsmál í miðborginni í nótt og komu fjögur líkamsárásarmál til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, ekki hefur þó verið kært vegna þeirra. Fangageymslur í Reykjavík voru yfirfullar svo notast þurfti við fangageymslur í Hafnarfirði líka. Þannig gistu 15 manns fangageymslur, langflestir vegna ölvunar eða óspekta. 16.3.2008 09:49
Búið að rífa gömlu Nestis-bensínstöðina Gamla Nestisbensínstöðin norðan megin við Ártúnsbrekkuna í Reykjavík hefur verið rifin. Stöðin hefur staðið þar í yfir hálfa öld. Þar á að reisa 500 fermetra bensínstöð með skyndibitastöðum og verður hún svipuð bensínstöðinni sem nú er hinu megin við götuna. 16.3.2008 12:59
Tveir létust í sprengjuárás á veitingastað í Pakistan Tveir létust og níu slösuðust þegar sprengja sprakk við veitingastað í Islamabad höfuðborg Pakistan í dag. Samkvæmt heimildum öryggissveita sprakk sprengjan við ítalskan veitingastað í miðborginni. 15.3.2008 20:45
Eldur í tjaldi útigangsmanns í Laugardal Nú fyrir stundu var tilkynnt um eld í tjaldi á tjaldstæðunum í Laugardal. Lögregla og Slökkvilið eru á leið á staðinn. Samkvæmt upplýsingum lögreglu er um að ræða tjald útigangsmanns. Ekki er ljóst hversu eldurinn er mikill á þessari stundu. 15.3.2008 19:37
Ræningi Shannon tengdur fjölskyldunni Maðurinn sem rændi hinni níu ára gömlu Shannon Matthews og hélt henni fanginni á heimili sínu í 24 daga er tengdur fjölskyldunni. Vinir og ættingjar fjölskyldunnar söfnuðust saman fyrir utan heimili hennar í gær og slógu upp veislu. 15.3.2008 18:28
Suðurstrandarvegur allur boðinn út Margsvikið kosningaloforð um Suðurstrandarveg kann loks að verða efnt. Samgönguráðherra lofar nú að vegagerðin í heild verði öll komin í útboð fyrir mitt þetta ár. 15.3.2008 18:58
Biðröð eftir notuðum hlutum Starfsfólk Góða hirðisins sér engin merki þess að farið sé að kreppa að í þjóðfélaginu enda berst þangað á hverjum degi mikið af veglegum hlutum. Viðskiptavinirnir bíða í röðum þegar verslunin er opnuð í von um að finna eitthvað einstakt. 15.3.2008 18:23
Umsátursástand í Tíbet Umsátursástand ríkir í borginni Lahsa eftir að óeirðir brutust út milli kínverskra öryggissveita og andstæðinga kínverskra yfirráða í Tíbet. Víða um heim hefur fólk fjölmennt fyrir utan sendiráð Kína og lýst yfir stuðningi við sjálfstæði Tíbets. 15.3.2008 18:22
Stúlka féll sex metra úr rúllustiga Fjögurra ára gömul stúlka slasaðist þegar hún féll um sex metra niður úr rúllustiga í nýrri verslun Rúmfatalagersins á Glerártorgi á Akureyri í dag. Stúlkan var í fylgd ættingja þegar slysið varð. Hún var flutt á slysadeild í sjúkrabíl. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um líðan stúlkunnar en hún féll niður á teppalagt gólf. 15.3.2008 16:28
Óttast að fjölmargir hafi látist í Albaníu Óttast er að fjölmargir hafi látist í gífurlegri sprengju sem varð í skotvopnabirgðastöð albanska hersins nálægt höfuðborginni Tirana í dag. Meira en 155 manns slösuðust, þar á meðal mörg börn. 15.3.2008 16:21
PFS greiðir almannatengslaráðgjöf Hrafnkels Hrafnkell Gíslason forstjóri Póst- og fjarkskiptastofnunar leitaði til almannatengils til að fá ráðgjöf með hvernig hann ætti að höndla umræðu um eineltismál á stofnuninni. Samkvæmt heimildum Vísis leitaði hann til Gunnars Steins Pálssonar almannatengils til að fá ráðgjöf um hvernig hann ætti að snúa sér varðandi það fjaðrafok sem málið hefur vakið í fjölmiðlum. 15.3.2008 15:29
Íhuga heilagt stríð gegn Dönum og Hollendingum Danir og Hollendingar hafa skapað sér mikla óvild í hinum íslamska heimi vegna skopmyndateikninga af spámanninum. Þær hafa farið fyrir brjóstið á trúuðum Afgönum og hafa sumir múslimar haft á orði að heilagt stríð vofi yfir. 15.3.2008 18:50
Loðnuvertíðinni hugsanlega lokið Loðnuvertíðinni í ár er hugsanlega lokið. Tíu skip hafa í allan dag leitað í örvæntingu að loðnu undan Eyjafjöllum og fundið sáralítið. Torfa sem fannst síðdegis í gær við Vestmannaeyjar gaf smá von og fengu tvö skip, Álfsey og Huginn, ágætis afla eða um 400 tonna köst og þrjú önnur skip fengu reiting þar í gærkvöldi. Þetta varð til þess að loðnuflotinn færði sig af Faxaflóa yfir að suðurströndinni. 15.3.2008 18:41
Bilun í ljósleiðara hægir á netumferð Hægst hefur verulega á allri netumferð til og frá Íslandi vegna bilunar í ljósleiðara í Skotlandi nú síðdegis. Afkastageta sæstrengs er því aðeins um þriðjungur af því sem venjulegt er. Í tilkynningu frá Farice segir að bilunar sé leitað og upplýst verði síðar hve langan tíma viðgerð muni taka. 15.3.2008 18:36
Fjórir látnir og 200 slasaðir eftir sprengingar í Albaníu Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 200 slasaðir í Albaníu eftir kraftmiklar sprengingar sem sprungu í birgðargeymslu hersins nálægt höfuðborginni Tirana í dag. Skotfæri sem geymd eru á stöðinni sprungu í um tvo klukkutíma. 15.3.2008 14:20
Leynd yfir heimsókn utanríkisráðherra til Afghanistan Utanríkisráðherra heldur ásamt fylgdarliði sínu til Afganistan á morgun. Mikil leynd hvílir yfir ferðum ráðherra á meðan ferðinni stendur og mun fimm manna lögreglulið úr sérsveit ríkislögreglustjóra sjá um að tryggja öryggi sendinefndarinnar. 15.3.2008 12:47
Ólöglegt niðurhal kemur tón-og textahöfundum í uppnám Ólöglegt niðurhal af netinu hefur sett tónlistargeirann í uppnám, að mati formanns Félags tónskálda og textahöfunda, sem telur brýnt að foreldrar brýni fyrir börnum sínum að slíkt sé stuldur, rétt eins og að stela úr verslunum. 15.3.2008 12:44
Vaðlaheiðargöng gera Norðurland að einu atvinnusvæði Formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur segir að Vaðlaheiðargöng muni greiða fyrir álveri og gera Norðurland allt að einu atvinnusvæði. 15.3.2008 12:40
Ráðherra hrakti stjórnendur spítalans úr starfi Heilbrigðisráðherra hrakti lykilstjórnendur Landspítalans úr starfi til að koma einkavæðingaráformum sínum í framkvæmd. Þetta kemur fram í ályktun þingflokks vinstri grænna. Ráðherra hefur sýnt óeðlileg vinnubrögð og ljóta framkomu gagnvart virtum embættismanni að mati Valgerðar Sverrisdóttur. 15.3.2008 12:30
Harður árekstur við Súðarvog Harður árekstur varð nú réttt fyrir hádegi við Súðarvog og Sæbraut. Samkvæmt upplýsingum lögreglu voru lögreglubílar og sjúkralið send á vettvang. Óskað hefur veirð eftir aðstoð tækjabíls. Fólksbíll og jeppi lentu saman. Ökumaður fólksbílsins var fluttur á börum í sjúkrabíl og færður á slysadeild. Lögregla er á staðnum og yfirheyrir vitni. 15.3.2008 12:19
Erfitt að meta hvort krónan haldi áfram að veikjast Sérfræðingar segja erfitt að segja til um hvort gengi krónunnar haldi áfram að veikjast eftir helgi en krónan hefur ekki verið veikari í sex ár. 15.3.2008 12:15
Telur ákvörðun um framkvæmdir í Helguvík sérkennilegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ákvörðun Norðuráls að hefja framkvæmdir við álver í Helguvík sérkennilega. Hún segir það sérstakt þegar ríkið og sveitarfélög ganga ekki í takt í svo veigamiklu máli. 15.3.2008 12:10
Kappakstur á Granda - tvö ungmenni misstu prófið Tvö ungmenni voru svipt ökuréttindum á staðnum í gær og í nótt eftir að hafa mælst á hundrað og tíu kílómetra hraða á Grandanum í Reykjavík. Annað þeirra var í kappakstri við aðra bifreið. 15.3.2008 12:03
Beinafundur skelfir foreldra Madeleine Foreldrar Madeleine McCann gengu í gegnum enn eina kvölina í gær þegar þeim var tilkynnt að kafarar hefðu fundið poka með beinum í uppistöðulóni. Kafararnir voru á vegum portúgalsks lögmanns sem segist hafa upplýsingar úr undirheimum um að Madeleine hafi verið myrt og henni hent í risastórt uppistöðulón. 15.3.2008 11:22
Skýjakljúfar skemmast í óveðri í Georgíu Mikið óveður gengur nú yfir borgina Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. Háhýsi hafa meðal annars skemmst sem og hótel og tvö í þróttamannvirki. 15.3.2008 10:38
Loðna veiddist í gær Þrátt fyrir að sjómenn hafi nánast verið búnir að afskrifa að meira veiddist af loðnu á þessari vertíð fannst loðna austan við Vestmannaeyjar seinnipartinn í gær. Sturla Þórðarson skipstjóri á Berki NK hefur verið á veiðum frá í fyrradag eftir að báturinn landaði í Helguvík. Hann segir að veiðin í gær hafi verið lítil og ekkert hafi veiðst í dag. 15.3.2008 10:33
Átök geisa í Tíbet Enn er barist á götum úti í borginni Lhasa í Tíbet og eru 10 sagðir látnir eftir átök gærdagsins. Stjórnvöld hafa gefið mótmælendum frest fram á mánudag til að hætta mótmælum. 15.3.2008 10:22
Viðamikil snjóflóðaæfing björgunarsveita Viðamikil björgunaræfing fer fram ofan Sandskeiðs í dag og verða meðal annars tvær þyrlur á æfingunni, sem hefst upp úr klukkan tíu og stendur fram til klukkan tvö. Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Landhelgisgæslan og greiningasveit Landspítala háskólasjúkrahúss æfa viðbrögð við snjóflóði og verður notast við búnað sem sérhannaður er til snjóflóðaleitar úr þyrlum en Landsbjörg færði Landhelgisgæslunni slíkan búnað að gjöf fyrir skömmu. 15.3.2008 10:13
Ekki á leið á Landspítalann Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ og fyrrverandi forstjóri Byko, þvertekur fyrir það að hún muni taka við starfi forstjóra Landspítalans. Eins og Fréttablaðið greinir frá í morgun hefur nafn Ásdísar Höllu ítrekað verið nefnt innan spítalans í umræðum um hver næsti stjórnandi spítalans verði. Þegar blaðamaður Vísis náði tali af henni í gærmorgun sagði slíkar vangaveltur ekki á rökum reistar. 15.3.2008 09:53
Flest skíðasvæði opin í dag Öll helstu skíðasvæði landsins eru opin í dag. Í Bláfjöllum og Skálafelli verður opið til klukkan sex en þar er um þriggja stiga frost og aðstæður til skíðaiðkunar með besta móti. 15.3.2008 09:50
Sveitarfélög á Suðurnesjum hafa áhyggjur af málum lögreglunnar Stjórn Samands sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur bæst í hóp fjölmargra aðila á Suðurnesjum sem lýsa yfir þungum áhyggjum vegna fjárhagsvanda sem blasir við embætti Lögreglustjórans á Suðurnesjum. 14.3.2008 19:58
Magnús fer vegna samskiptaörðugleika Samstarfsörðugleikar hafa verið á milli Magnúsar Péturssonar, fráfarandi forstjóra Landspítalans, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra, samkvæmt heimildum Vísis. 14.3.2008 19:45
Neðanjarðarlest gæti kostað rúma 50 milljarða Neðanjarðarlestarkerfi í Reykjavík myndi kosta um það bil tvöfalt meira en fyrirhuguð Sundagöng eða rúma 50 milljarða króna. 14.3.2008 19:30
Útflutningsverðmæti sjávarafurða eykst Útflutningsverðmæti áls og sjávarafurða hefur aukist um allt að tuttugu milljarða vegna veikingar krónunnar. Hækkanir á erlendum mörkuðum auka verðmætið enn frekar. 14.3.2008 19:15
Krónan ekki veikari í fjölda ára Krónan hélt áfram að veikjast í dag og hefur hún ekki verið veikari í yfir sex ár. Verðhækkanir hellast yfir landsmenn með vorinu að óbreyttu. 14.3.2008 18:55
Forstjóri Landspítala lét ekki af störfum að eigin ósk Magnús Pétursson forstjóri Landspítalans lætur óvænt af störfum næstu mánaðamót. Samkvæmt heimildum Stöðvar 2 er það ekki að hans ósk. 14.3.2008 18:42
Norðurálsmenn halda áfram leikriti Bergur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir forsvarsmenn Norðuráls hafa haldið áfram leikriti í morgun í tengslum við byggingu álvers í Helguvík til þess að láta líta svo út að þeir séu búnir að landa málinu. 14.3.2008 17:16
Dæmdur fyrir að hrinda manni þannig að hann handleggsbrotnaði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir að að hafa hrint öðrum manni þannig að hann féll og handleggsbrotnaði. 14.3.2008 17:09
Komið í veg fyrir svifryksmengun með rykbindiefnum Svifryksmengun er undir heilsuverndarmörkum í dag þótt götur borgarinnar séu þurrar og veður stillt. Ástæðan er sú að í nótt og í morgun voru 290 km eknir til að dreifa 27 þúsund lítrum af rykbindiefnum á allar helstu umferðargötur í Reykjavík. 14.3.2008 17:05
Segist einungis hafa átt í steraviðskiptum við annan bróðurinn Annþór Kristján Karlsson sem sat í einangrun vegna svokallaðs UPS smyglmáls neitar að hafa komið nálægt innflutningi á fíkniefnunum. Samkvæmt heimildum Vísis segist hann við yfirheyrslur einungis hafa átt í steraviðskiptum við annan bróðurinn sem handtekinn var vegna málsins. 14.3.2008 16:17
Þýsk lögregla skaut bandarískan hermann Lögregla í Berlín skaut bandarískan hermann til bana í nótt eftir eltingaleik þar sem meðal annars var beitt þyrlu með nætursjónauka. Hermaðurinn, sem vopnaður var M4-herriffli, hafði kærustu sína í haldi á heimili hennar, batt hana þar og hafði uppi ógnandi tilburði. 14.3.2008 15:58
Fangaflugvél lenti í Keflavík í hádeginu Tveggja hreyfla vél í eigu fyrirtækisins Aviation Specialities lenti á Keflavíkurflugvelli í hádeginu í dag. Aviation Specialities er skúffufyrirtæki í eigu CIA sem grunað hefur verið um að notað í fangaflug. 14.3.2008 15:09