Fleiri fréttir

Boðað til mótmælafundar við ráðhúsið

Ungliðahreyfingar Tjarnarkvartettsins svonefnda, eða Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og stuðningsmenn Margrétar Sverrisdóttur, hvetja til mótmæla við ráðhúsið klukkan 11.45 áður en borgarstjórnarfundur hefst.

Fundu styttu af "manneskju" á Mars

Fjör er hlaupið í umræðuna að nýju um hvort líf sé á Mars eða ekki. Myndir sem Spirit, geimfar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, sendi frá sér í gær sýna að því er virðist styttu af manneskju í miðri sandauðninni á Mars.

Fyrsti karlmaðurinn í forsvari

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var á þriðjudag valinn formaður jafnréttisnefndar Evrópuráðsþingsins. Hann er fyrsti karlmaðurinn sem gegnir stöðu formanns nefndarinnar.

Björn Ingi er hættur sem borgarfulltrúi

Björn Ingi Hrafnsson ætlar á borgarstjórnarfundi á morgun að víkja og láta af öllum störfum sem borgarfulltríu í Reykjavík. Óskar Bergsson varaborgarfulltrúi mun taka við sem borgarfulltrúi flokksins.

Ungliðahreyfingar Tjarnarkvartettsins vilja stöðva ruglið

„Ungliðahreyfingar Samfylkingar, Vinstri grænna, Framsóknar og ungir stuðningsmenn Margrétar Sverrisdóttur ítreka mikilvægi samstöðu félagshyggjuaflanna í borginni og hvetja þau til þess að sameinast gegn upplausn í borgarstjórn Reykjavíkur út kjörtímabilið. Þessi samstaða er lykilatriði í því að úthýsa ruglinu úr ráðhúsinu.“

Dvergar ræna rútubíla

Hópur ræningja hefur að undanförnu rænt rútubíla í Svíþjóð með því að senda dverga í farangursgeymslurnar falda í íþróttatöskum. Þegar inn er komið fara dvergarnir uppúr töskunum og grípa allt steini léttara.

Leiðrétting frá ritstjórn Vísis

Við upplýsingaöflun um fatakaup framsóknarmanna í Reykjavík í kvöld hringdi fréttamaður Vísis í mann sem kynnti sig sem Ragnar Þorgeirsson. Þegar hann var spurður hvort hann væri formaður kjördæmisráðs framsóknarmanna í Reykjavík sagði hann svo vera.

Flugvöllur eða íbúabyggð í Vatnsmýri?

Það var líklega tvennt sem vakti mesta athygli við málefnaskrá nýja meirihlutans í borginni. Í fyrsta lagi að reynt verði að varðveita 19. aldar götumynd Laugavegarins. Í öðru lagi og efst á lista meirihlutans er hins vegar Vatnsmýrin, að ekki verði hróflað við Reykjavíkurflugvelli á kjörtímabilinu.

Ógilt hjúskaparvottorð Fischers og Watai

Bobby Fischer var bandarískur ríkisborgari allt þar til bandarísk yfirvöld ógiltu vegabréf hans árið 2003. Guðjón Ólafur Jónsson, lögfræðingur systursona Fischers segir að samkvæmt hjúskaparvottorði því sem Watai hefur framvísað komi fram að þau gengu í það heilaga í ágúst 2004.

Aurora velgerðarsjóður úthlutar 210 milljónum

Stjórn Aurora velgerðasjóðs kynnti í dag þá ákvörðun sína að ráðstafa alls 210 milljónum króna til fyrstu styrktarverkefna sjóðsins. Það eru hjónin Ingibjörg Kristjánsdóttir landslags-arkitekt og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa sem stofnuðu velgerðasjóðinn fyrir réttu ári á fimmtugsafmæli Ólafs, 23. janúar 2007. Þá var einn milljarður króna lagður í sjóðinn og nú hefur verið veitt úr honum í fyrsta sinn.

Passið ykkur á ísnum!

Í hlákunni síðustu daga er ís á vötnum og ám víða orðinn ótraustur og full ástæða til að vara fólk við því að fara út á hann. Erfitt getur verið að meta hvort ís sé nægjanlega traustur til að fara út á hann og mismunandi eftir vatni hvernig ísalög eru. En regla númer eitt er að snúa alltaf við ef einhverjir brestir heyrast.

Skipar starfshóp um aðgerðir gegn mansali

Jóhanna Sigurðardóttir félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað sérstakan starfshóp sem hefur það hlutverk að fjalla um með hvaða hætti standa megi að gerð og framkvæmd heildstæðrar áætlunar um aðgerðir gegn mansali á Íslandi.

Mótmælalisti afhentur á morgun

Þeir sem hafa staðið fyrir undirskriftasöfnun þar sem nýjum meirihluta í Reykjavík er mótmælt hafa boðað þá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Ólaf F. Magnússon til fundar í Tjarnarsal Ráðhússins klukkan 11:30 á morgun. „Þúsundir borgarbúa hafa nú þegar undirritað mótmæli vegna ótrúlegra vinnubragða við myndun þessa nýja meirihluta," segir í tilkynningu frá hópnum.

ESB fyrsta hagkerfið gegn gróðurhúsaáhrifum

Jose Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefur kynnt áform um að gera Evrópu „fyrsta hagkerfið með takmarkaðan útblástur gróðurhúsalofttegunda." Hann segir Evrópubúa vilja framtíðarsýn og aðgerðaráætlun gegn loftslagsbreytingum. Áætlunin muni kosta hvern Evrópubúa þrjár evrur á viku, eða sem svarar 293 krónum.

Ólafur í byrjun desember: Megum ekki verða að örflokki

“Ég tel mjög mikilvægt að þessi borgarstjórnarflokkur og þeir sem að honum standa starfi vel saman og reyni að hafa breidd í málunum þannig að við stöndum undir þessu umboði og verðum ekki að einhverjum örflokki í lok kjörtímabilsins,” sagði Ólafur F Magnússon verðandi borgarstjóri í Silfri Egils þann 2.desember síðastliðin.

Guðrún Jónsdóttir valin Ljósberi ársins

Guðrún Jónsdóttir, félagsráðgjafi og talskona Stígamóta, var valin Ljósberi ársins 2007. Verðlaunin eru veitt fyrir áralanga, ötula og skelegga baráttu hennar gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu hér á landi í forsvari fyrir Stígamót.

Samkomulag um fyrrverandi hús ÁTVR á Seyðisfirði

Samkomulag hefur náðst á milli fjármálaráðuneytiosins, Minjaverndar og Seyðisfjarðarkaupstaðar um málefni fyrrverandi verslunarhúsnæðis ÁTVR á Seyðisfirði. Þetta kom fram í fyrirspurn Árna Mathiesen fjármálaráðherra við fyrirspurn flokkssystur sinnar, Arnbjargar Sveinsdóttur.

Þak sett á lyfjakostnað allra sjúklinga

Þak verður sett á lyfjakostnað allra sjúklinga á þessu ári og síðar einnig á aðra kostnaðarþætti sjúklinga í heilbrigðisþjónustu. Nefnd um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðisþjónustu vinnur að því að einfalda það kerfi sem nú er við lýði.

Söguleg heimsókn Grikkja til Tyrklands

Costas Karamanlis forsætisráðherra Grikklands fór í opinbera heimsókn til Tyrklands í dag, fyrstu opinberu heimsókn grísks leiðtoga í næstum fimm áratugi. Heimsóknin þykir táknræn og til marks um bætt samskipti landanna.

Annan reynir að miðla málum í Kenía

Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kom til Afríkuríkisins Kenía í gærkvöldi til að miðla málum milli deilenda þar.

Óska eftir fundi með þingmönnum vegna uppsagna hjá HB Granda

Bæjarstjórn Akraness ákvað á fundi sínum í gær að óska þegar í stað eftir fundi með þingmönnum Norðvesturkjördæmis í kjölfar þess að stjórnendur HB Granda hafa ákveðið að segja upp öllu starfsfólki fyrirtækisins, sem vinnur við fiksvinnslu á Akranesi.

Fimm mánaða tafir á tvöföldun Reykjanesbrautar?

Framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar gætu frestast um allt að fimm mánuði náist ekki samkomulag við undirverktaka um framhald þeirra. Fulltrúar Vegagerðarinnar, Jarðvéla og undirverktaka þeirra funda um framtíð verkefnisins í dag.

Hátt í 50 skjálftar við Grindavík

Jarðskjálftahrina hófst í Grindavík laust fyrir klukkan tvö í nótt með skjálfta upp á fjóra á Richter. Skjálftarnir í hrinunni eru að nálgast 50.

Var ekki boðinn borgarstjórastóllinn

Svandís Svarasdóttir, oddviti Vinstri grænna í borgarstjórn, segir rangt að sjálfstæðismenn hafi boðið henni borgarstjórastóllinn eins og Ólafur F. Magnússon, verðandi borgarstjóri, fullyrti í gær.

Þorbjörg Helga: Björn Ingi gaf tóninn

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir það skref Björns Inga Hrafnssonar, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins, að slíta samstarfi við sjálfstæðismenn í haust hafa fært pólitíkina í borginni á nýjan stað.

Sjá næstu 50 fréttir